Skírnir - 01.01.1944, Síða 156
144
Jón Eyþórsson
Skímir
spor fyrir hálfri stundu, og reyndist okkur því ferðin
niður eftir nærri eins þreytandi og upp eftir. Við hittum
brátt félaga okkar, sem eftir varð, endurnærðan af vær-
um, en stuttum og slitróttum svefni. Komumst við svo
allir heilu og höldnu af jöklinum á hólinn áðurnefnda kl. 2
eftir hádegi.
Gegn hinum kveljandi þorsta, sem er samfara slíkum
jökulgöngum, þar sem engin svölun fæst nema snjór og
ísmolar, gafst okkur mjög vel að bryðja saman snjó eða
ís og kandíssykur. Annars þori ég að fullyrða, vegna
reynslu minnar á þessari og öðrum jökulgöngum, að hinn
óþolandi hiti, sem allir jökulfarar kvarta um, stafi alls
ekki af hita loftsins eða sólarinnar. Til þess að sannfær-
ast um þetta, þarf ekki annað en standa kyrr í svo sem
15 mínútur og vita, hvort hitinn hverfur ekki fljótlega.
Hins vegar er auðskilið, að vegna loftþynningarinnar
þenst blóðið út í æðunum og kemst jafnskjótt í ólgu við
lítilfjörlega hreyfingu, og af því stafar hinn kveljandi
hiti. Af sama toga er það, að jafnskjótt og komið er svo
hátt sem nemur 31/2—4 þumlungum á loftvoginni yfir
venjulegt andrúmsloft, geta fæstir gengið nema fáein
skref upp í móti eða áfram án þess að komast að niður-
falli 0g standa á öndinni, en með því að nema staðar eða
fleygja sér niður í snjóinn hverfur máttleysið úr vöðvun-
um, mönnum finnst þeir afþreyttir og ókvíðnir 0g færir
um að hlaupa um allar jarðir, þótt brátt sæki aftur í
sama horfið.
Á hólnum nýnefnda byggðum við vörðu úr grjóti og
lögðum ofan á hana danskan eirpening, svo að þeir, er
kynnu að vilja feta í spor okkar, geti fundið staðinn, þar
sem við gengum á jökulinn og vafalaust er hinn allra-
greiðasti, sem til er, meðan jökullinn breytir sér ekki.
Loftvogin sýndi nú 25" 91/4'", og hitinn var 18°. Við kom-
um heim í tjald okkar á Kvískerjum kl. 41/2 síðdegis.