Skírnir - 01.01.1944, Side 158
146
Árni Kristjánsson
Skírnir
texta, en stíll Reykjavíkurútgáfunnar er allur fornlegri á
svip, setningarnar styttri, og er líklegt, a8 hún hafi verið
færð til fornlegra máls. En því hef ég fremur fylgt texta
hennar, að trúlegt er, að texti Gimliútgáfunnar sé eitt-
hvað brjálaður líka, a. m. k. er frágangur hennar allur
hinn hroðalegasti, prentvillur óteljandi og setningar víða
brenglaðar.
I handritaskrá Landsbókasafnsins er getið 13 handrita
af sögunni, og er líklegt, að handritið, sem Gimliútgáfan
er prentuð eftir, sé ekki talið þar með. Eitt af þessum
handritum Landsbókasafnsins (Lbs. 896, 4to) er ritað af
Þorkeli Jónssyni lögréttumanni á Hrauni í Grindavík, að
því er talið er á árunum 1756—75, og ef því má treysta,
er þar öruggt tímatakmark sögunnar niður á við (ter-
minus ad quem). Annað handrit er frá 1796, hin eru
yngri eða ekki eins nákvæmlega tímasett.
Saga þessi er venjulega talin til riddarasagna. En til
þess að það megi verða, verður að taka það orð í allrúm-
góðri merkingu, því að hún er um margt verulega frá-
brugðin hinum eiginlegu og venjulegustu riddarasögum,
þótt hún á hinn bóginn eigi þeim ýmislegt sameiginlegt,
t. d. það, að efnið er fengið héðan og þaðan, en mest af
því er þó sótt í aðrar lindir en í riddarasögum er venju-
lega ausið úr.
Áður en lengra er haldið, verður að gera stutt yfirlit
um efni sögunnar.
Söguhetjan, Parmes, er fædd á Vallandi, sem hér er
sama og Ítalía, og dregur hann nafn af fæðingarbæ sín-
um, Parma. Honum er í bernsku spáð viðburðaríkri ævi,
hann muni komast í krappar raunir, en rata fram úr þeim
með viti og harðfengi. Hann vex upp með föður sínum,
verður sérlegur, hugsar mest um siglingar og landakönn-
un, leggur stund á dýraveiðar og klæðist jafnan eltum
bjarnskinnsfeldi, sem ekki bíta járn, og fær af því viður-
nefnið Loðinbjöín. Þess er og getið, að hann hafi frekar
amazt við dýrlingadýrkun katólskunnar. Ekki líður á