Skírnir - 01.01.1944, Side 159
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
147
löngu, unz hann vill ferðast að heiman og kanna ókunna
stigu, og leggur hann af stað í loðfeldi sínum með sverð,
boga og eldfæri, einn síns liðs upp í Alpafjöll. Þar hittir
hann hóp ræningja í sæluhúsi einu, bjargar konu úr klóm
þeirra og drepur þá alla nema einn, Nilles, sem gerist
honum mjög fylgispakur upp frá þessu. Síðan reika þeir
um fjöllin, lenda þar í ógöngum, en komast samt klaklaust
niður á jafnsléttu aftur og halda þá til vesturs yfir slétt,
skógi vaxið land. Þar gista þeir í bjarnabæli og koma sér
vel við bjarndýrin, og færir birnan Parmes þá öxi, for-
kunnargott vopn, að launum fyrir góðsemi hans við hún-
ana, fylgir þeim félögum síðan á leið og kemur þeim þar
á slóð eina eða veg, en Nilles vill þá heldur fara aðra slóð,
og verður það úr, þrátt fyrir óvilja Parmesar, sem sagði
illa hugur um þá leið og vildi auk þess fylgja leiðsögn
birnunnar.
Þeir hitta þar fyrir þrjá skógarhöggsmenn (Gimliút-
gáfan segir 8 eða 12), og þekkir einn þeirra öxi sína í
höndum Parmesar og vill ná vopni sínu aftur, en Parmes
vill eigi láta það laust, og lýstur í bardaga með þeim, og
drepur Parmes þar tvo menn, en í því berst skógarhöggs-
mönnunum liðstyrkur, og þótt Nilles geti drepið þrjá
þeirra, verða þeir Parmes samt ofurliði bornir, og eru þeir
fluttir í böndum til borgar nokkurrar, en sleppa þó þaðan
sama kvöldið, ná sér í bát og flýja á haf út morguninn
eftir, og þótt hinir sæki eftir af miklu kappi, komast þeir
samt undan. Þeir hvolfa síðan bátnum á skeri einu í nátt-
myrkri og bjargast nauðulega á land á óbyggðri eyju, lifa
þar við fremur þröngan kost og veiða fugla sér til matar.
Eyland þetta virðist ekki vera með öllu óþekkt, og er
Parmes látinn kannast við það af afspurn. Er það talið
vera á siglingaleið milli Spánai* og Austurlanda (Gimli-
útgáfan segir: milli Spánar og Vesturálfu).
I ofviðri ferst síðan skip við eyna, og tekst þeim Nilles
að bjarga tveimur mönnum af áhöfn þess. Er annar Eng-
lendingur, en hinn Spánverji. Þeir ná einnig ýmsu verð-
mætu af farmi skipsins, byggja sér skála úr rekaldinu og
10*