Skírnir - 01.01.1944, Síða 160
148
Árni Kristjánsson
Skírnir
bát til að stunda laxveiðar á. Fer vel á með þeim Parmes
og Englendningnum, en Spánverjinn er mesta illmenni og
situr á svikráðum við Parmes, en fyrir tilstilli álfkonu,
sem býr þar í kletti, fær Parmes að vita það og gætir sín,
en álfarnir verða Spánverjanum að bana.
Þá ber það við, að þeir félagar sjá til skipaferða og róa
í veg fyrir skipin, sem eru verzlunarskip á leið til Vestur-
landa. Komast þeir þar á skipsfjöl, og eftir langa siglingu
ber þá að landi, sem skipstjórinn segir vera byggt villi-
mönnum einum. Parmes hefur einhvern grun um, hvar
þetta land muni vera, og telur þá vera stadda norðarlega
í Austurlöndum (Gimliútg. hefur hér enn sem fyrr Vestur-
lönd). Parmes finnst óviðkunnanlegt að athuga landið
ekki og lætur setja sig á land ásamt Nilles, og verða þeir
þar eftir, en skipið heldur burt.
Þeir komast nú í gott vinfengi við landsbúa og una vel
hag sínum.
Landsmenn eru á frumstæðu menningarstigi að ýmsu
leyti. Þeir nota t. d. verkfæri úr steini og beini, en
Parmes gefur þeim járnáhöld og kennir þeim að nota
þau, og finnst þeim það hinn mesti munur, og gefa þeir
honum ógrynni af skinnavöru og beini í staðinn.
Tekst svo mikil vinátta með Parmes og villimönnunum,
að þeir vilja allir sitja og standa eins og honum þóknast,
og ætla þeir helzt að gera hann að höfðingja sínum, en
hann færist undan.
Þá ber það við, að skip kemur af hafi. Er þar kominn
Englendingurinn, vinur Parmesar, að sækja hann, en svo
hafði samizt með þeim, er Parmes varð þar eftir. Þeir
Nilles flytja sig nú til skips með mikið góss, og hefur
Parmes með sér þrjá af hinum innbornu, sem orðið höfðu
sérstaklega hændir að honum. Fer hann síðan til Eng-
lands og tekur þar Lútherstrú ásamt Nilles. Villimenn-
irnir eru einnig skírðir og þeim gefin önnur nöfn en þeir
áður höfðu.
Parmes heldur nú til Vallands og sækir föður sinn, tel-
ur hann á að taka Lútherstrú, og lætur karl til leiðast,