Skírnir - 01.01.1944, Síða 161
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
149
þótt tregur væri í fyrstu. Fara þeir síðan báðir til Eng-
lands, og kaupir Parmes sér þar búgarð og setur Tókuk
— villimanninn — þar ráðsmann. Eftir noklíurn tíma
byrjar Parmes svo ferð sína og siglir til villimannalands-
ins á nýjan leik. Lendir hann þá í kasti við spænska sjó-
ræningja, en ber hærri hlut og tekur af þeim skipið. Held-
ur hann svo áfram ferð sinni, hittir villimennina, vini
sína, fær hjá þeim ógrynni af vöru og heldur síðan heim
til Englands aftur, sezt þar að og kvongast, og lýkur þar
sögunni.
Ég býst varla við, að bókmenntalegt gildi þessarar sögu
þyki svo mikið, a. m. k. ekki á nútíma mælikvarða, að
ástæða sé til að leggja mikið upp úr henni vegna þess,
enda er það ekki ætlunin. Margur mun jafnvei segja, að
slíkar lygisögur séu ekki virðandi viðlits. En sé hún at-
huguð frá bókmenntasögulegu sjónarmiði, má vera, að
hún sé ekki alveg eins ómerkileg og hún getur virzt við
fyrstu sýn.
Það þarf ekki að rýna lengi í sögu Parmesar til þess að
sjá, að hún er að miklu leyti frábrugðin hinum eiginlegu
riddarasögum.
Þar er þá fyrst til máls að taka, að í sögunni er ekki
minnzt á riddara. Það kemur ekki fyrir, að nokkur per-
sóna sögunnar tylli sér á hestbak af sjálfsdáðum, og um
burtreiðar er þá að sjálfsögðu ekki að ræða, sem eru eftir-
lætí allra riddarasagna. I öðru lagi á kvenþjóðin sáralít-
inn þátt í sögunni, og á ástamál er ekki minnzt, svo að
talizt geti, hvað þá, að fyrir komi rómantísk ástarævin-
týri, líkt og tíðkast í riddarasögum yfirleitt. Þeir, sem
sagan segir frá, hafa öðru að sinna en að eltast við kon-
ungadætur og láta sig dreyma ástardrauma, enda verður
ekki séð, að þeir séu hneigðir til þess. — Frásögnin er hér
öll miklu hóflegri og með raunsærri svip en á sér stað um
allan þorra riddarasagna. Hér er ekkert skraut né íburð-
ur, ekki minnzt á einn einasta kastala eða höll. Rómantík-
ina vantar að mestu leyti.