Skírnir - 01.01.1944, Page 162
150 Árni Kristjánsson Skírnir
Þótt Parmes sé hraustur og bardagamaður góður, er
lýsingin á honum með allt öðrum hætti en tíðkast mest í
riddarasögum, miklu forneskjulegri og grófari í dráttum.
í staðinn fyrir hina glæsilegu riddaraherneskju klæðist
hann bjarnarskinnskufli, og í stað sverðs og burtstangar
hefur hann öxi, sem er alls ekki riddaralegt vopn. Þar
sem greinir frá bardögum, er lýsingin á honum ekki nærri
eins lygileg og algengast er í riddarasögum, þar sem sagt
er frá vopnaviðskiptum. f bardaganum í skóginum á
Spáni, þar sem þeir félagar eru teknir höndum, er þess
ekki getið, að Parmes hafi drepið nema einn eða tvo menn,
og liggur þar furðulítið eftir söguhetju í riddarasögu. Þá
reynist Nilles þó skár, því að hann drepur þrjá. Að vísu
gerist Parmes allaðsópsmikill í viðureigninni við ræningj-
ana í Alpafjöllum, en þó einkum í orrustunni við spænska
herskipið. En þess ber þó að gæta, að í báðum þessum
viðureignum beitir hann brögðum, sem í sjálfu sér er ekki
riddaralegt, og jafnvel þótt aðstöðumunurinn sé ekki tek-
inn til greina, er frásögnin fráleitt eins fjarlæg öllu raun-
verulegu og t. d. í sögu Rémundar keisarasonar, þar sem
þrír menn eru látnir heyja orrustu við heilan blámanna-
her og brytja hann niður eins og hráviði.
Nú er rétt að athuga á hinn bóginn, hvaða atriði í sög-
unni muni helzt sverja sig í ætt riddarasagna. Ber þá
sennilega fyrst að telja, að söguhetjan sjálf er sótt til
Suðurlanda, en það er eitt af þeim atriðum, sem helzt
einkenna riddarasögur (sbr. nafnið Fornsögur Suður-
landa hjá Cederschiöld).
f upphafi sögunnar, þar sem segir frá uppvexti Parm-
esar, má e. t. v. finna vissa líkingu við Parcevalssögu.
Parceval er mikill veiðimaður í æsku, og útþráin nær
fyrst tökum á honum, er hann hefur átt tal við ókunnan
riddara.1) Líkt fer um Parmes. Hann ákveður fyrst að
hverfa að heiman, þegar hann hefur rætt við Gyðinginn
Abel.2)
1) Kölbing: Riddarasögur (1872), bls. 3—4.
2) Parm. Rv. 1884, bls. 5—6.