Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 166
154
Árni Kristjánsson
Skírnir
fyrstu persónu, en það er hún ekki heldur í Bertholdssögu
né Gustavssögu. Þótt söguhetjunnar sé að jafnaði mest
getið í riddarasögum, er frásögnin þó fráleitt eins ríg-
bundin henni og í Parmesarsögu, þar sem allt er séð með
augum Parmesar.
Þá er eyjan, sem þeir Parmes dveljast á, tvímælalaust
af Robinsonstaginu, þótt hún sé að ýmsu leyti óskáldlegri
en fyrirmyndin og jafnvel með íslenzkum einkennum að
öðrum þræði. Hún er t. d. ekki nærri eins frjósöm og
Robinsonseyjan og auk þess ekki alls kostar óþekkt. Þeir
Nilles verða skipreika við eyjuna, bjargast naumlega, lifa
fyrst framan af á fuglaveiðum, þótt.þeir að vísu hafi eng-
in skotvopn, og minnir þessi spaki, feiti fugl jafnvel á
lunda eða æðarfugl hér úti á íslandi. Eftir að þeir hafa
bjargað skipbrotsmönnunum tveimur, byggja þeir sér bát
og stunda á honum laxveiðar, sem munu þó vera fremur
sjaldgæfar á hinum suðlægari breiddarstigum. Síðan kom-
ast þeir á kaupskip og bjargast þannig frá eyjunni.
Robinsonsbókmenntir eru yfirleitt mjög guðrækilegar
og vandfýsnar um siðgæði, svo að við liggur, að segja
megi, að í þeim sé „púrítönsk stefna“, þótt sumir virðist
nú líta svo á, að áhrif Felsenborgarsagnanna hafi ekki
alltaf verið jákvæð í þeim efnum. I Parmesarsögu gætir
þessa nokkuð. Parmes er látinn finna mikla hvöt hjá sér
til að gæta siðgæðis. Hann hefur hemil á Spánverjanum
á eyjunni, og hann tekur Nilles stranglega vara fyrir öllu
ósæmilegu samneyti við villistúlkuna, Perek. Að vísu er
Parmes ekki nærri eins guðhræddur og þeir Gustav og
Berthold eru látnir vera, enda má nú minna gagn gera, en
samt er honum mjög umhugað um trúna, og í villimanna-
landinu heldur hann bænir hvern helgan dag og einnig
kvölds og morgna á virkum dögum og syngur þá á bók, og
villimennirnir með, eftir því sem þeir geta.
Þar sem gera má ráð fyrir, að ekki sé um áhrif að ræða
frá öðrum Robinsonssögum en þessum tveimur áður-
nefndu, er rétt að athuga þær, hvora fyrir sig, og vita,
hvort finna má einhver atriði sameiginleg með þeim og