Skírnir - 01.01.1944, Page 167
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
155
Parmesarsögu til viðbótar því, sem þegar hefur verið
nefnt.
Við sögu Gustavs Landkrons er lítið um bein tengsl.
Sennilega má þó finna ofurlitla líkingu með flækingi
Gustavs í Tyrol og ferðalagi Parmesar og Nillesar í Alpa-
fjöllum. f báðum frásögnunum eru söguhetjurnar villtar
og verða að liggja úti undir berum himni, og veldur því
náttmyrkur í Gustavssögu, en þoka í Parm. Þeir lenda í
ógöngum og verða að snúa af leið til þess að komast út úr
þeim. í báðum sögunum lenda söguhetjurnar í hrakning-
um að afloknum þessum f jallaflækingi, og í báðum sög-
unum er það vopn, sem verður orsök hrakninganna.
Gustav er tekinn fastur vegna blóðugs korða, sem ill-
ræðismenn hafa skilið eftir hjá honum til að leiða grun
af sér á hann, en í Parm. er það öxin, sem kemur þeim
Nilles í vandræði. Annað atriði er svo ljósfæri það, sem
Gustav og kapteinsfrúin eru látin nota á eyjunni. Þessu
ljósfæri er lýst þannig, að það hafi verið tilhöggvinn
steinbolii með kveik úr þurrum reyr, og ljósmetið tólg,
sem þau fengu úr mör héra þeirra, er gengu sjálfala þar
á eyjunni og Gustav veiddi þeim til matar. Þessu ljósfæri
svipar dálítið til Ijóskolunnar, sem getið er um hjá villi-
mönnunum í Parm. Er það aflangur steinbolli með mosa
og lýsi í. Annars verður síðar minnzt á þetta Ijósfæri í
öðru sambandi.
Með Bertholdssögu og Parm. eru miklu gleggri líking-
ar. Báðir hafa þeir Berthold og Parmes þegar í uppvexti
mikinn áhuga á landafræði og siglingum. Berthold er
jafnmikið á móti skapi að leggja stund á skólanám og
Parmes að nema fróðleik og heilræði hjá einsetumannin-
um Raguel. 1 báðum sögunum eru feðurnir mótsnúnir
uppátækjum sona sinna og gera sér allt far um að fá þá
ofan af þessari fávizku, þótt faðir Bertholds gangi mun
lengra í andstöðu sinni. Þá er nokkur líking með frásögn-
unum af því, er söguhetjurnar koma á land á eyjunni.
Parmes bjargast á sundi, Nilles hangir á bátnum, en
Berthold fleytir sér á mastursbroti. í Bertholdssögu segir