Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 168
156
Árni Kristjánsson
Skírnir
síðan: „Brátt þar eftir (þ. e. eftir að Berthold var kom-
inn á land) gjörðist hiti af sólunni, og rann þá svefn yfir
Berthold".1) í Parm. segir: „Veður var gott og heitt . . .
Lifnar hann (þ. e. Nilles) þá við og sofnar síðan“.2) Þá
er það einnig sameiginlegt báðum þessum sögum, að villi-
menn eru teknir til tamningar og uppeldis. Söguhetjurnar
kenna þeim mál sitt, uppfræða þá í trúarbrögðum og taka
þá með sér heim með ljúfu samþykki þeirra. Báðar sögu-
hetjurnar setjast að lokum að í Englandi, kaupa sér þar
búgarða og setja villimenn þar yfir sem ráðsmenn og
veita þeim gott gjaforð og góða aðstöðu til lífsbjargar í
hinum nýju heimkynnum þeirra. Að lokum má geta þess,
að í Bertholdssögu kemur fram mikill ímugustur á Spán-
verjum, og er Parm. þar fullkomlega sammála, því að
þeim er borin þar mjög illa sagan.
Af því, sem nú hefur verið rakið, virðist mér, að telja
verði fullvíst, að saga Parmesar hafi orðið fyrir áhrifum
af þessum tveimur sögum, einkum Bertholdssögu. Við það
skýrist einnig þessi raunsæisblær, sem frásögnin hefur
að öðrum þræði og stingur svo mjög í stúf við fjarska-
fengnina í riddarasögunum. Robinsonsbókmenntirnar eru,
þótt uppistaðan í þeim sé ævintýraleg, býsna raunsæjar
í aðra röndina, t. d. í öllum lýsingum, enda nefnir Stange-
rup þær raunsæjar ævintýrasögur (realistiske Eventyr-
romaner). Af þessum Robinsonsáhrifum leiðir svo aftur,
að hægt er að marka sögunni sæmilega ákveðinn bás í
tíma. Þar eð sögurnar af Gustav og Berthold koma út á
Hólum 1756, en elzta handrit Parm. er eigi yngra en frá
1775, hefur sagan verið samin einhvern tíma á þessu ára-
bili. Þess má geta, að þetta elzta handrit af sögunni er
safnrit, 640 bls. að stærð, og stendur sagan næstum aft-
ast í því eða á bls. 605—636.3)
Þá er enn eitt, sem e. t. v. er ástæða til að gefa nokkurn
gaum, og það er lýsing Parm. á villimannalandinu, þar
1) Sögur Gustavs Landkrons og Bertholds, Hólum 1756, bls. 306-7.
2) Parm. Rv.útg. (1884), bls. 16.
3) Sjá handritaskrá Lbs. I, bls. 387.