Skírnir - 01.01.1944, Page 169
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
157
sem þeir Parmes og Nilles dveljast í tvö ár. Til þessa er
eins og hik sé á allri frásögninni, eins og sögumaður sé
hræddur um að tala af sér eða hafi ekki áhuga á efninu,
en þegar hér er komið, breikkar frásögnin öll og verður
léttari, enda er þessi lands- og þjóðarlýsing meginefni
sögunnar.
Það fyrsta, sem dregur að sér athygli þeirra félaga, er
þeir stíga á land, eru hús, þakin selskinnum, ólarvaðir og
fiskur hangandi á rám og breiddur út um kletta. Síðan
koma þeir að húsum gröfnum í jörð, og í einu þeirra
verður Parmes að gegna Ijósmóðurstörfum, því að allir
rólfærir menn eru flúnir út í eyjar. Vatnsílát finna þeir
þar ekki nema steinbolla einn, sem stendur á hlóðum, og
í honum hita þeir vatn. Vistir sjá þeir þar inni. Er það
fiskur, sela- og sauðakjöt, allt þurrkað og reykt, og matar-
ílátin eru karfir, riðnar úr tágum, og mathnífar úr steini.
Parmes tekur eftir því, að konan er blökk á hörund, en
ungbarnið snjóhvítt. Keytuker standa þar í húsum inni,
og leggur af þeim hina verstu fýlu. í rúmfletunum eru
skinn til að liggja við, og ljósfærið er aflangur steinbolli
með lýsi og mosa í. Næsta dag, þegar þeir félagar hitta
svo fleiri íbúa landsins, er sængurkonan komin á lappir
og virðist vera fílhraust. Þeir komast þá meðal annars að
því, að lítill er munur á klæðnaði karla og kvenna. Að
öðru leyti er ekki minnzt á fatnað villimannanna í það
sinn, nema að þess er getið, að einn þeirra gefur Nilles
stakkbrók úr selskinni. (Síðar er frá því sagt, að þeir
saumi sér skjólföt úr eltiskinni, þegar fer að kólna.) Þá
koma villimenn þar með báta allstóra, og eru bæði karlar
og konur þar á, og flytja þau farangur Parmesar þangað,
sem honum lízt hentugust til bólstaðargerðar. Á leiðinni
sér hann tjöld villimannanna, og eru þau öll gerð úr sel-
skinni. Parmes gefur villimönnunum járnhnífa og járn-
öngla og kennir þeim, hversu þá skuli nota, og verða þeir
mjög hrifnir af, en áður höfðu þeir notað beinöngla til
fiskveiða. Færa þeir Parmes feiknin öll af refaskinnum
og hvala- og rostungatönnum að launum. Lax veiða þeir