Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 170
158
Árni Kristjánsson
Skímir
mikið, en stinga hann með örvum, sem þeir binda á
stangir. Boga nota þeir einnig til dýraveiða. Þegar þeir
fara á veiðar á sjó, er aldrei nema einn á báti, en stærri
skipin nota þeir til flutninga í sambandi við sela- og
hvalatekju. Þess er ennfremur getið, að þarna sé mikið
af sauðfé, og virðist það eiga að ganga sjálfala og vera
almenningseign. Er það talið smávaxið, en feitt. Til f jalla
úir og grúir af bjarndýrum og refum. Gimliútgáfan bæt-
ir því við, að mergð sé af fugli við sjóinn og skjóti villi-
mennirnir hann og nytji eggin. Landsbúar eru taldir all-
lagtækir við að smíða úr beini, og lætur Parmes þá smíða
fyrir sig skálar og borðbúnað úr tönnum. Fólkið er sagt
vera langlíft, en ófrjósamt, svo að engan hafi Parmes
fundið, sem átti fleiri börn en þrjú. Þjófnaður þekkist
þar ekki né óskírlífi. Um trúarbrögð villimannanna er
ekkert sagt í Rv.útg., en Gimliútg. segir, að þeir „haldi
sólina fyrir sinn guð, tunglið konu hans og stjörnurnar
börn þeirra".1) Slysfarir eru sagðar mjög tíðar, því að
fiskibátarnir séu svo litlir, aftur á móti komist farsóttir
aldrei yfir alla firði í einu, en ef byggð eyðist í einum, sé
lagt til fólk úr öðrum í staðinn.
Þá eru hér einnig lýsingar á landinu: „Þar voru langir
dalir inn af fjarðarbotnum og hálsar af fjöllum fram að
sjó. Þeir ganga upp á einn háls og sjá sker og eyjar úti í
sjónum.“ Og síðar segir: „Leit hann þá til vesturs inn í
landið og sá, hvar grasdalur stór lá inn í landið af firðin-
um, að norðan allur grasi vaxinn. Hið efra rann lítil á
eftir honum, en sléttur miklar hið neðra.“ Og enn segir:
„Ofan af fjallinu sá hann, að land lá allt með sjó . . . Þá
sagði Tókuk honum, að bak við fjöllin væri ís yfir alla
veröldina svo langt sem til sæist. Höfðu þeir ekki vitað af
fólki í öðrum löndum.“2) Gimliútg. bætir því við, að
byggðin endi á báðar síður þar sem jöklar gangi í sjó
fram. Um veðráttu er það sagt, að fljótt grói á vorin, hiti
1) Parm. Gimliútg. (1910), bls. 45.
2) Parm. Rv.útg. (1884), bls. 35 o. áfr.