Skírnir - 01.01.1944, Page 171
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
159
sé mikill á sumrum, en kalt á vetrum; sumrin séu stutt, en
vetur langir.
Því verður ekki neitað, að í þessari lýsingu er ýmislegt,
sem bendir eindregið til þess, að verið sé að lýsa Eskimó-
um og Grænlandi, þótt hins vegar blandist ýmislegt sam-
an við, sem ekki getur átt við það eða samrýmzt þeim
heimildum, sem við höfum nú. Húsagerðin, sem segir frá
í sögunni, vetrarhúsin og selskinnstjöldin, sem höfð eru
til íbúðar á sumrin, hygg ég að einkenni menningu Eski-
móa, og þótt hér sé aðeins getið fárra húsmuna, virðast
þó lýsingarnar benda sterklega í þá átt. f ritinu Green-
land segir Eirket-Smith, að Eskimóar hafi til skamms tíma
notað potta úr tálgusteini (steatite-soapstone) til að sjóða
í mat sinn, og lýsing hans á ljósfæri þeirra kemur alveg
Jheim við lýsinguna á ljósfærinu í Parm., svo langt sem
hún nær, þ. e. aflangur steinbolli, allt að hálfri alin að
lengd, búinn til úr tálgusteini, fylltur af lýsi og mosi lát-
inn í hann í staðinn fyrir kveik. Þá eru tágakarfir al-
gengar meðal Eskimóa, eða voru það a. m. k., og er talið,
að slík ílátagerð sé ævagömul með þeim. Keytukerin í
húsum inni munu alltaf hafa verið algeng meðal Eskimóa
og eru það jafnvel enn í dag, því að þeir hafa notað hland-
ið til að verka skinn sín, auk þess sem þeir hafa notað
það tíl þvotta, t. d. til að þvo sér um höfuðið, en slíkt
hefur einnig tíðkazt hér á landi allt fram á vora daga. í
lýsingunum á veiðarfærum og veiðiskap landsmanna ber
einnig að sama brunni. Þótt þess sé ekki getið, úr hvaða
efni bátarnir eru gerðir, minna litlu einmenningsbátarn-
ir, sem notaðir eru til veiða, og stóru flutningabátarnir
óneitanlega á kajaka og kvenbáta Eskimóa. Bogar og
örvar geta reyndar ekki talizt einkunn neinna sérstakra
villimanna, ólarvaðir e. t. v. ekki heldur né beinönglar, hins
vegar hafa þessi veiðitæki öll tíðkazt með Eskimóum, og
það hefur mörgum íslendingum vérið kunnugt um og
eftir miðja 18. öld. Laxveiðiaðferðin, sem um getur í sög-
unni, er grænlenzk, þ. e. laxinn er stunginn með ör, sem
bundin er við stöng. Hans Egede getur um hana í Græn-