Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 172
160
Árni Kristjánsson
Skírnir
landslýsingu sinni frá 1741, og Kristján Eldjárn mag. art.
hefur tjáð mér, að hún þekkist jafnvel enn í dag. Annars
mun hún einnig hafa tíðkazt í Noregi og hér á íslandi og
e. t. v. víðar. Lýsingin á klæðnaði villimannanna er ekki
glögg, en samt bendir hún helzt til Eskimóa. Þess er t. d.
getið, að lítill sé munur á klæðnaði karla og kvenna, og
skjólföt eru gerð úr eltiskinni. Birket-Smith og Hans
Egede tala báðir um eins konar samfesting úr selskinni,
sem Eskimóar notuðu áður fyrr við hvalveiðar, bæði til
að blotna ekki og eins í sama tilgangi og björgunarbelti
eru notuð nú á dögum. E. t. v. gæti það verið sams konar
fat og stakkbrók sú, sem talað er um í sögunni (annars
talar Gimliútg. um „stakk og brók“ á þessum stað). Veiði-
dýrin, sem getið er í sögunni, eru fiskar, selir og hvalir
í sjó, lax í ám og refir og bjarndýr á landi, og auk þess
fuglar, eftir því sem Gimliútg. segir. Þá eru nöfn villi-
mannanna, sem Parmes kemst í sérstakt vinfengi við,
athyglisverð í þessu sambandi. Karlmennirnir heita Sin-
dok, Tókuk og Nank (Gimliútg. Tokak og Naneck) og
stúlkan Perek. Mér hefur ekki auðnazt að ganga úr
skugga um, hvort þessi orð eru raunverulega til í græn-
lenzku, en vel mætti hugsa sér um nafnið Nank eða
Naneck, að það væri afbökun eða ritvilla fyrir græn-
lenzka orðið nanok, sem þýðir björn. En jafnvel þótt
nöfnin séu tilbúin, gefa þau samt gilda ástæðu til grun-
semda um, að sá, sem bjó þau til, hafi haft einhverja
þekkingu á grænlenzkri tungu, því að k-hljóð er þar afar-
algengt í enda orða, einkum í nafnorðum.
Þótt það, sem nú hefur verið talið, bendi eindregið í
áttina til Grænlands og Eskimóa, þá er hér einnig ýmis-
legt, sem ekki getur samrýmzt grænlenzkum stað- og
þjóðháttum, eins og áður var vikið að. Landaskipunar-
fræði sögunnar er nokkuð óljós, og virðist helzt, að
Ameríka og Austurlönd renni saman í eitt, a. m. k. ef
farið er eftir Rvíkurútgáfunni. (Gimliútg. talar alltaf um
Vesturlönd, þar sem hin talar um Austurlönd, og virðist
eiga við Ameríku, og væri vel hugsanlegt, að því hefði