Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 173
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
161
verið breytt af þeim, sem sá um Gimliútg.) Tökum
sem dæmi það, er sagt er frá legu eyðieyjarinnar. Hún er
sögð vera þar, sem þriðjungur er af sjó til Austurálfunn-
ar frá Spáni, en nokkrum línum neðar stendur, að Vest-
indíaför liggi stundum við ey þessa til þess að taka sér
vatn, fugla og fisk. í áframhaldi af þessari staðfræði er
svo villimannalandinu markaður bás „norðarlega í Aust-
urlöndum“. Dr. Jón Dúason hefur bent mér á, að ótrúlegt
sé, ef ekki með öllu óhugsandi, að nokkur fslendingur
hefði tekið svo til orða um Grænland, jafnvel í lygisögu.
Það hefur verið öllum fslendingum jafnkunnugt á þessum
tíma og það er nú, a'c Grænland byggðist frá íslandi og
var eiginlega gamalkunnugt land, almennt álitið liggja
skammt undan Vestfjörðum, og er tvímælalaust, að mikið
djúp hefur verið staðfest milli þess og Vínlands eða
Ameríku í hugum manna. Það er því ótrúlegt, að nokkur ís-
lendingur hugsaði sér Grænland í Ameríku, hvað þá Asíu,
ef miðað er við orðalag Reykjavíkurútgáfunnar. Það er
einnig fleira en þetta, sem mælir gegn því, að villimanna-
landið sé Grænland. Þessi sauðfjárfjöldi, sem gengur
sjálfala, að því er virðist allt árið, og er a. m. k. almenn-
ingseign, kemur okkur nokkuð ókunnuglega fyrir sjónir
á Grænlandi, nema ef átt væri við sauðnaut, en þá stend-
ur lýsingin ekki heima, því að það er talið smátt vexti.
Þá er ótrúlegt, ef landið ætti að vera Grænland, að hvergi
skuli vera minnzt á hreindýr né hunda, þegar athuguð er
þekking sú á Grænlandi, sem kemur fram í lýsingunni að
öðru leyti. Frásagnirnar af matreiðslu og matvælaverkun
villimannanna eru einnig að allverulegu leyti frábrugðnar
því, sem gerist hjá Eskimóum. Þarna er t. d. talað um
hangikjöt og reyktan lax, en þá matvælaverkun munu
Eskimóar aldrei hafa notað. Þá kemur það einnig í ljós,
að brennt er rekavið og eldað í hlóðum, en hvorugt þetta
mun geta átt við um Eskimóa, sem hafa ætíð eldað mat
sinn yfir lýsislömpum og gera það e. t. v. enn þá. Lýsing
á fólkinu sjálfu er lítil í sögunni. Þó er þess getið, að það
sé blakkt á hörund, „illa litkað“, en ungbarnið, sem Parm-
11