Skírnir - 01.01.1944, Side 175
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
163
aS hleypa vexti í dönsku nýlenduna á Grænlandi. Hans
Egede hafði þá dvalizt þar í 6 ár, en Danir höfðu reynzt
tregir til að flytjast þangað búferlum, og átti nú að láta
til skarar skríða. Voru valdir 10 tukthúslimir og þeim
fengnar til fylgilags einhverjar kvensniftir, sem kjörnar
voru hlutkesti, og síðan voru þessi 10 nýgiftu hjón flutt
til Grænlands til að mynda hornstein dönsku nýlendunnar
þar. Einnig var fluttur þangað landstjóri og eitthvað af
hermönnum, sem annast skyldu landvarnir. Síðan var lát-
ið fara fram eins konar útboð hér úti á íslandi, og með
því að fast mun hafa verið fylgt eftir af hálfu konungs-
þjóna hér, fengust um 200 sálir til að láta skrá sig til út-
flutnings. En þessi bóla hjaðnaði þó aftur, bæði vegna
þess, að landnámsáhugi landa vorra dvínaði svo mjög, að
á næsta ári eftir skráninguna voru aðeins eftir fjórtán,
sem kváðust fúsir til fararinnar, en þó öllu fremur af því,
að við lát Friðriks konungs heyktist stjórnin á öllum ráða-
gerðunum og skipaði svo fyrír, að leggja skyldi nýlend-
una niður, og voru þeir, sem eftir lifðu af landvarnarlið-
inu og „landnemunum", fluttir heim 1730, en margir höfðu
sálazt veturinn áður, mest úr skyrbjúgi. Hans Egede fékk
þó að verða eftir og 8 eða 10 menn með honum.
En h. u. b. 30 árum síðar kemur upp önnur hreyfing
hér á landi um útflutning til Grænlands og í þetta sinn
upp runnin í landinu sjálfu. Var það íslenzkur klerkur,
sr. Jón Bjarnason á Ballará (og síðar á Rafnseyri), sem
fyrir henni stóð. Danska stjórnin var þá aftur farin að
gefa grænlenzka trúboðinu meiri gaum en hún hafði gert
á síðustu dvalarárum Hans Egedes norður þar, en þó
hafði hún ekki í hyggju neina flutninga á íslendingum í
þetta sinn.
Sr. Jón Bjarnason er fæddur 12. júlí 1721 og virðist
hafa verið góðum gáfum gæddur og allvel lærður að þeirra
tíma hætti, en nokkuð sérlundaður. Þegar á fyrstu prest-
skaparárum sínum hefur hann farið að leggja sig eftir
öllu, sem að Grænlandi laut, og kynna sér grænlenzka
tungu. 1755 snýr hann úr dönsku á íslenzku skýrslu eða
11*