Skírnir - 01.01.1944, Síða 177
Skírnir
Sagan af Parmes LoSinbirni
165
sögn, og víst er um þaS, að þetta skip, sem um ræðir, mun
aldrei hafa komið fram. Voru þar á Mikael nokkur, kaup-
maður í Húsavík, og íslenzkur piltur, að nafni Jón, sem
var á leið til Hafnar í skóla. Ekki er gott að segja, hvers
vegna Jón yrkir þetta Skrælingjaníð. E. t. v. er hann þar
með karlmannlegu átaki að hrista af sér Grænlandsgrillur
sínar, eða þá að hann er að sýna fram á, hver nauðsyn sé
á að kristna þennan óþjóðalýð.1) Árið 1768 fluttist sr. Jón
til Rafnseyrar, og þar andaðist hann árið 1783, 63 ára
að aldri.
Eins og að framan greinir, hef ég ekki átt þess kost að
athuga handrit og bréf, sem varða þessi atriði, en eftir
þeim má sennilega komast að gleggri niðurstöðum um
margt þessu viðvíkjandi heldur en hægt er eins og nú
standa sakir. Mætti einkum láta sér detta í hug, að fróð-
legt væri að athuga þýðingarnar á Grænlandslýsingunni
og dagbókinni og bera þær saman við söguna. Ég hef að
vísu náð í dagbókina á dönsku, en Grænlandslýsinguna
frá 1724 hef ég ekki getað fengið, því að hún er ekki til
á Lbs., og hef ég til málamynda notazt við endurbætta út-
gáfu hennar frá 1741, en samanburði við hana er að sjálf-
sögðu varlega treystandi, því að liggi einhver Grænlands-
lýsing til grundvallar lýsingunni í Parm., er trúlegra, að
það sé sú, sem þýdd hefur verið, en vitanlega hljóta út-
gáfurnar að vera samhljóða um margt að efni til. Ekki
hefur mér tekizt að finna mikil rnerki skyldleika með
Parm. og dagbókinni, enda er hún að mestu frásögn af
trúboðinu, þótt nokkrar lýsingar á landi og þjóð fljóti
þar einnig með. Þó minnir lýsingin á landslaginu' kring-
um bústað Parmesar mikið á lýsingar dagbókarinnar á
dölunum á Grænlandi. í Parm. er talað um það, að komi
sótt í einn fjörðinn í villimannalandinu, sé lagt til fólk úr
hinum fjörðunum í staðinn, því að sótt gangi aldrei yfir
1) Auk þess, sem hér hefur verið talið, liggur ýmislegt fleira
eftir sr. Jón, mest í bundnu máli, og vísast um það og fleira þessu
viðvíkjandi til ritgerðar Hannesar Þorsteinssonar í Blöndu árið
1934 og handritaskrár Landsbókasafnsins.