Skírnir - 01.01.1944, Side 178
166
Árni Kristjánsson
Skírnir
alla firði í einu. Ekki væri ótrúlegt, að þessi klausa ætti
rót sína að rekja til frásagnar dagbókarinnar af bólu-
sóttinni á Grænlandi 1733—4. Þótt samanburður við
Grænlandslýsinguna frá 1741 sé e. t. v. gagnslítill, þá ber
henni og Parm. svo vel saman í verulegum atriðum, t. d.
þar sem lýst er siðferðisstigi villimannanna, að það getur
ekki verið tilviljun, og lýsingin á greftrun dauðra í Parm.
er — svo langt sem hún nær — samhljóða Grænlandslýs-
ingunni, þ. e. dysin er grjóthrúga, að því er virðist ofan
jarðar, og hinir dauðu eru jarðaðir, þegar er þeir hafa
skilið við. Þá er eitt atriði dálítið einkennilegt í þessum
kafla sögunnar. Þess er getið, að villimennirnir flýi út í
eyjar og útsker, þegar skip kemur að landi, af því að þeir
óttast skipið, en eðlilegra hefði verið, að þeir hefðu flúið
til fjalla, burt frá sjónum og skipinu. í framhaldsdagbók
um trúboðið á Grænlandi eftir Paul Egede (bls. 126) er
tilfærð eins konar þjóðsaga grænlenzk, sem hermir, að
Grænlendingar á sunnanverðri vesturströndinni hafi
stundum að vetrarlagi átt að verða fyrir árásum af
ókunnum þjóðflokki, og hafi þeir þá gripið það fangaráð
að flýja út í eyjar. Svo virðist líkt og vitnað sé í þessa
sögu á öðrum stað í Parm., þar sem segir, að villimenn-
irnir hafi sagt, „að til fjallanna væri stórt fólk, sem stæli
fólki úr byggð og æti á vetrum".1) Hér er einna líkast
því, að um einhver tengsl sé að ræða og helzt á þann hátt,
að höfundur Parm. hafi haft í huga frásögnina af flótta
Eskimóanna til skerjanna, en ekki gætt þess, að hún kem-
ur dálítið óeðlilega við á þessum stað. Hér virðist því jafn-
vel vera ástæða til grunsemda um, að söguhöfundur hafi
þekkt dagbók Pouls Egedes eða fengið þessa sögu frá hon-
um sjálfum að öðrum kosti. Hins vegar er mér ekki kunn-
ugt um, að dagbók Pouls Egedes hafi verið þýdd á ís-
lenzku.
Þar sem það er bersýnilegt af því, sem hér hefur verið
rakið, og eins af tímanum, sem sagan er rituð á, að hún
1) Parm. Rv.útg. (1884), bls. 34.