Skírnir - 01.01.1944, Síða 181
Skírnir
Að draga seiminn
169
drátt slíks bands. En þess ber líka að gæta, að þetta er
aðeins skýringartilraun, sem óvíst er, hvort höfundur
hefur sjálfur lagt verulegan trúnað á.
Vitneskja sú, er orðabók Sigfúss Blöndals veitir um
orðið, er ekki mikils virði. Þar er orðtakið ritað á tvo
vegu: að draga seiminn og að draga seymin. Virðist Blön-
dal telja síðari ritháttinn upprunalegri. Seymi hvk. merk-
ir „saumþráð, gerðan úr dýrasinum“. Er það fornt orð, er
kemur fyrir í Grágás. Ef skýring Blöndals væri á rökum
reist, væri hér um myndhverft orðtak að ræða og líkingin
tekin frá saumaskap. Þá getur Blöndal þess, að orðtakið
sé sérstaklega um það haft, er kvæðamenn drógu síðasta
tón rímnalaganna.
Með engu móti get ég fallizt á skýringu Blöndals á orð-
taki þessu, og rithátt þann, er hann tekur fram yfir, tel
ég tvímælalaust rangan. Orðtakið er ekki myndhverft. Það
merkir aðeins í fyrstu „að draga sönginn“. En merkir
seimur nokkurn tíma „söng“?
Orðið seimur í merkingunni „söngur“ er ekki óalgengt
í íslenzku, þótt ekki sé það tíðkað í daglegu máli. Elzta
dæmi þessarar merkingar orðsins, sem ég hef fundið, er
úr íslendingadrápu Hauks Valdísarsonar. Drápa þessi
mun vera ort á 12. öld. Vísuorðin, þar sem orðtakið kem-
ur fyrir, hljóða þannig:
Unz seimfarra snerru
snarr Iíólmgong'u-( Starri).!)
Staður þessi er að vísu mjög varasamur og vafasamur,
þar sem vantar á vísuna. F. J. þýðir seimfarri „lydild“
(í Lex. poét.) og telur það ófullkomna sverðskenningu og
seim þannig hluta af orrustukenningu. Mér virðist þetta
óþarft. Ég tek þannig upp það, sem varðveitt er vísunnar:
Unz Hólmgongu-(Starri), snarr snerru seimfarra . . .
Snerru seimr er söngur orrustunnar, þ. e. „orrustugnýr“;
farri snerru seims er eldur orrustugnýsins, þ. e. „sverð“;
1) Den norsk-isl. Skjalded. ved F. J. I B, 645. Orðinu Starri er
bætt aftan við af F. J., sbr. Sk. I A, 560.