Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 182
170
Halldór Halldórsson
Skírnir
snarr snerru seimfarra er þá snar sverðsins, þ. e. „vopn-
fimur“. Þess má geta, að ekkert er undarlegt við það, þótt
snarr stjórni eignarfalli (genetivus respectivus), því að
það kemur oftar fyrir, sbr. snarr þrádráttar í vísu eftir
Víga-Glúm.1 2)
Annað dæmi úr fornum kveðskap um þessa merkingu
orðsins seimr þykist ég hafa fundið. Tel ég þann stað ör-
uggari en þann, er nú var getið. Hann er að finna í 6. vísu
í Atlöguflokki Ingjalds Geirmundarsonar. Mun kvæðið
vera ort 1244. Vísan er á þessa leið:
íms hafði lið Ijóma
leikherðandi vei'ðar,
ruðusk mél í styr stála
stinn, tveim hlutum minna.
Því frák Þundar skýja
þing-eggjanda leggja
gunnar seims frá glaumi
græðis skíð of síðir.3)
Upptekning verður þessi: íms verðar ljóma leikherð-
andi hafði tveim hlutum minna lið, stinn mél stála ruðusk
í styr. Því frák Þundar skýja þingeggjanda leggja of
síðir græðis skíð frá gunnar seims glaumi.
Ég skýri aðeins þann hluta vísunnar, sem kemur þessu
máli við. Gunnar seimr er söngur orrustunnar, þ. e. „orr-
ustugnýr"; glaumr gunnar seims er þá glaumur orrustu-
gnýsins, þ. e. „hinn glymjandi orrustugnýr“. Til saman-
burðar mætti benda á, að hlymr hlymja kemur fyrir í
Skírnismálum (14. v.) í merkingunni „mikill hávaði".
Þess skal getið, að F. J. breytir seims í eims, en sú breyt-
ing virðist óþörf, eins og sýnt hefur verið fram á.
Aðalheimild þess, að seimr hafi merkt söngur, eru
1) Sk. B I, 113, sbi'. Sk. A I, 119. —• Genetivus respectivus er al-
gengur í íslenzku, sbr. matarillr, tillagagóSr, erfiður viðfangs, Ijótur
útlits o. s. frv.
2) Sk. B II, 100. Þess skal getið, að þessi texti er nokkuð breytt-
ur frá handritum og sums staðar hæpin samsuða úr fleira en einu
handriti, en það, sem hér skiptir máli, er vísuorðið gunna/r seims frá
glaumi, og má telja það öruggan leshátt. Sjá Sk. A II, 89.