Skírnir - 01.01.1944, Side 183
Skírnir
Að draga seiminn
171
rímumar. Mætti í því sambandi minna á eftirfarandi
vísu úr Mágusrímum:
Mun ég nú ekki mönnum lengr
mansöngsvísur skýra.
Syngi heldr Sónar strengr
seim um kónginn dýra.1)
Aðallega kemur merking þessi fyrir í orrustukenning-
um. Skulu nú talin dæmi þess:
Sverða seimr: Völsungarímur II, 39; Sturlaugsrímur
IV, 15; Krókarefsrímur III, 34.
Branda seimr: Blávus rímur ok Viktórs III, 36.
Hjörva seimr: Bjarkarímur VIII, 21.
Vápna seimr: Griplur V, 21.
Örva seimr: Skíðaríma 148; Hjálmþérsrímur VI, 12.
Brodda seimr: Geiraðsrímur III, 19.
í Grettisrímum I, 1 kemur fyrir Skrímis eimr og virð-
ist vera gullkenning, en gull má kenna sem munntal jötna,
eins og alkunnugt er. Verður því vart talið, að ógætilega
sé að farið, þótt ritað sé Skrímis seimr, en ekki Skrímis
eimr, enda hefur F. J. talið það rétt (sbr. Rímnaorðabók).
Þótt ef til vill megi bera brigður á fyrstu dæmin, er
tekin voru (úr íslendingadrápu og Atlöguflokki), verður
það ekki véfengt, að seimr gat merkt „söng“. Orðið er
auk þess til í tveimur öðrum merkingum: 1) gull, gull-
þráður, 2) fljótandi (drjúpandi) hunang. Talið er, að hér
sé um tvö mismunandi orð að uppruna að ræða. Nú er
um tvennt að velja. Annað tveggja er seimr „söngur“ sama
orðið og annað hvort þessara eða alls óskylt.
Vel er hugsanlegt, að seimr „söngur“ sé af sömu rót og
seiðr „galdur“, sem virðist í fyrstu merkja „söng“, sbr.
kenninguna vigra seiðr (í vísu eftir Egil Skallagrímsson).
Indógermönsk rót orðsins er þá *soi, og ef sú rót er í hljóð-
skiptum við *séi, getur verið, að sanskrít sáman „töfra-
söngur“ sé skylt orð. Sanskrítarorðið styrkir þá skoðun,
að seiðr og seimr séu skyld orð, þar sem þar kemur fram
??i-viðskeyti, eins og í seimr, og einnig er merking svipuð.
1) Rímnasafn II, 531.