Skírnir - 01.01.1944, Síða 184
172
Halldór Halldórsson
Skímir
Þótt skýring þessi sé ginnandi á ýmsan hátt, tel ég þó,
að seilzt sé um hurð til lokunnar, ef til hennar er gripið.
Sennilegra er, að seimr „fljótandi hunang“ og seimr
„söngur“ séu sama uppruna. Seimr myndi þá hafa merkt
í upphafi „dreginn söng“. 1 norsku er til orðið seim, er
merkir „gæði, er koma í ljós í teygjanleik“ (god kvalitet,
som viser sig í tþielighet), sbr. einnig norsku seimen
„hæglátur", lágþýzku sémig „slepjugur, grautkenndur“ =
nýháþýzku seimig, og fornháþýzku lcmg-seimi ,,hægur“,
bair. saemet „hægur“, svissn. seimelen „eta og drekka
hægt“, simeren „vera hægur og silalegur“, westf. siem-
ern „seytla“, sænskar máll. simme m. „hæggerður maður“,
sænsku simmig „hafandi ákveðinn þéttleik“ (um vökva).
Ef þessi er uppruni orðsins, eins og ég tel sennilegast,
gæti verið, að sems „seinlæti“, semsa og semingur (af
*seim-) væru skyld orð. Þó má vera, að uppruni þessara
orða sé annar, sbr. no. semra „tala hægt og mjúklega“ =
bair. frank. semmern „kjökra“. En hvað sem öðru líður,
hlýtur norska orðið simesong „langvinnur hávaði eða
kliður margra radda, leiðindavol, hróp o. s. frv.“ (Aasen)
að vera skylt.
En þótt deila megi um uppruna orðsins seimr „söngur“,
verður það varla véfengt, að orðtakið að draga seiminn sé
upprunalega frá sönglistinni komið, enda enn notað sem
terminus technicus í rímnasöng. Vel má vera, að rímna-
menningin hafi lagt málinu til orðtak þetta, en það er
hins vegar alls óvíst. Dragandi söngur er alls ekkert sér-
kenni rímnanna. Það fyrirbrigði er alkunnugt víðsvegar
um heim. Sérfróður maður um söngmenningu og sögu
hennar, Robert Abraham, hefur talið í samtali við mig,
að vera mætti, að slíkur söngur hefði tíðkazt hér frá land-
námstíð og a. m. k. hljóti hann að hafa borizt hingað með
kristninni. T. d. gætir þessarar dragandi í tóninu. Orð-
takið að draga seiminn getur þannig verið miklu eldra
rímunum, sem ekki eru ortar fyrr en á 14. öld, en það
þarf ekki að vera það, eins og tekið hefur verið fram.