Skírnir - 01.01.1944, Page 186
174
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
vetna að líta rithöfunda, sagnfræðinga eða skáld eða hvort-
tveggja,- sem skapað hafa verk sín úr margvíslegum heim-
ildum; hefur hvert verk sérstök einkenni, hvort heldur
litið er á aðferðir, smekk, listfengi eða markmið. Ég býst
varla við, að unnt sé að rýna lengi í konungasögurnar,
sem íslendingar hafa skráð, án þess að átta sig á þessu,
en íslendingasögurnar hafa sömu sögu að segja, ef glöggt
er gætt.
Hver sem væri uppruni þessara merkilegu verka, skipti
það ekki alllitlu máli að vita urn menntun þeirrar þjóðar,
þar sem þau eru til orðin. En því ljósara sem bókmennta-
eðli þeirra er, því meira hlýtur það að sækja á rannsóknar-
manninn að reyna að átta sig á menntun þeirra manna,
sem skópu þær.
Fyrsta stig allrar ritlistar er sjálf kunnáttan að lesa
og skrifa. I þeim línum, sem hér fara á eftir, skal reynt
að færa nokkrar líkur fyrir því, hve þeirri kunnáttu hafi
verið háttað og hve útbreidd hún hafi verið hér á landi á
þjóðveldistímanum. Ég skal þegar í stað geta þess, að það
má hugsa sér, að þetta tvennt, kunnátta í lestri og skrift,
fari ekki alltaf saman, en fyrir þessa rannsókn hefur
slíkt ekki annað en gildi fjarlægs, fræðilegs möguleika.
Þegar hér í greininni er talað um annað, er því átt við
hvorttveggja.
II.
Það er sannfæring mín, að enga vitneskju sé unnt að
fá um þetta efni af álíkum þess, sem tíðkaðist á miðöldum
í öðrum löndum. Jafnvel hin skyldasta þjóðin, Norðmenn,
bjó við menningarháttu, sem í sumum greinum voru harla
ólíkir vorum. Ef nokkuð væri, mætti helzt ráða nokkuð af
mismuninum: hinir ólíku þjóðfélagshættir og ólíku bók-
menntaafrek mundu einmitt helzt benda á ólíka útbreiðslu
lestrar og skriftar. Annars er hér ekki staður til að fjöl-
yrða nánar um mismuninn á menningarmálum þessara
tveggja þjóða. Það er ekki óalgengt að sjá fræðimenn
grauta þeim saman, og hefur svo verið lengi, en ég hygg