Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 187
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
175
nauðsynlegt til skilnings á fornum bókmenntum að gera
sér sem ljósust sérkenni hvorrar þjóðarinnar og muninn
á menningarlífi þeirra.
Það er kunnugt, að um siðaskipti var lestrarkunnátta
hér býsna almenn. Pétur Sjálandsbiskup Palladius kveður
svo að orði í bréfi til Orms Sturlusonar og Péturs Einars-
sonar 1546, að hann hafi orðið þess vísari, að ekki séu
margir á íslandi, er ekki geti sjálfir lesið og skrifað móð-
urmál sitt; „er þetta mikill og dásamlegur hlutur og leiðir
til mikilla nytja“. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að lestrar-
kunnátta hefur síðan verið furðanlega útbreidd hér á
landi, þó að ekki hafi hún alltaf verið jöfn.1) En frá lok-
um þjóðveldistímans fram á daga Péturs Palladíuss er
hátt á þriðju öld, og á svo löngum tíma getur margt
breytzt, og hvað sem öðru líður, er lokatími kirkjuveldis-
ins harla ólíkur þjóðveldistímanum, þegar kirkjan mátti
heita í bóndabeygju af völdum leikmanna.
Manni, sem hneigður væri til að gera mikið úr siðmenn-
ingarstarfi kirkjunnar, mundi sennilega þykja hún líkleg
til að hafa gert miklu fleiri læsa og skrifandi á dögum
veldis síns en þegar hún var enn ómáttug í þjóðfélaginu.
En maður, sem annars sinnis væri, mundi ef til vill benda
á, að fáfræði almúgans hefur oft verið við beztu heilsu,
þegar kirkjuvaldið var sem öflugast. Hins vegar mundi
hann benda á bókmenntir þjóðarinnar, hve miklu þær voru
í meiri blóma á þjóðveldistímanum en á öndverðri 15. öld,
og ef til vill vera hikandi við að trúa því, að lestrarkunn-
áttan gæti staðið í alveg öfugu hlutfalli við það.
En hvað sem nú slíkum bollaleggingum líður, þá er það
nokkurn veginn augljóst mál, að fornbókmenntirnar eru
til orðnar með þjóð, þar sem lestrarkunnátta var engan
veginn sjaldgæf. Þær eru með því móti, ritaðar á tungu
landsmanna, mótaðar af hugðarefnum, menntum og hugs-
1) Sjá P. E. Ólason: Menn og menntir IV 10 o. áfr.; Saga ís-
lendinga V 212 o. áfr.; VI 186 o. áfr.; Hallgr. Hallgrímsson: ís-.
lenzk alþýðumenntun á 18. öld.