Skírnir - 01.01.1944, Síða 189
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
177
þjóðveldisins. Þegar prestvígður maður skráði íslendinga-
sögu, var það leikmaðurinn í honum, sem stjórnaði penn-
anum. En leikmenn sjálfir, hvern þátt áttu þeir í þessum
bókmenntum, sem voru andleg afkvæmi þeirra? Ritin sjálf
hvetja fræðimanninn til að eigna þeim eins mikið og
ástæður leyfa. Og „ástæður“ þær, sem til greina geta
komið, er skriftarkunnátta þeirra. Ef hún hefur verið
nokkuð útbreidd, má hiklaust eigna þeim allan þorra forn-
sagnanna. Hér á eftir mun nú verða reynt að tína saman
þau dæmi um þetta, sem ég hef rekizt á í heimildunum.
III.
Hinir fyrstu íbúar íslands, paparnir, létu hér eftir sig
bækur írskar, Örlygur Hrappsson hafði með sér plenari-
um (þ. e. messubók), og einn og annar af hinum kristnu
landnámsmönnum kann að hafa haft með sér bækur. En
ekki hefur það hossað hátt, kristni gekk nálega hvergi í
ættir, og þessar bækur, sem enginn kunni að lesa, hafa
brátt komizt í glatkistuna gaflalausu. En að vísu var letur-
gerð ekki ókunn meðal hinna heiðnu Norðurlandabúa, því
að með þeim tíðkaðist rúnalistin. Rúnirnar voru ristar á
steina, á málma, bein og tré; orðið bók táknar upphaflega
spjald úr bækivið, sem ristar voru á rúnir (á líkan hátt
hefur merking orðsins skrá breytzt; það táknar skinn eða
skinnblað, áður en það táknar rit). Erlendis var algengt
að rista rúnir á legsteina, en ekki eru til nema eitthvað 3
íslenzkir rúnasteinar frá þjóðveldistímanum og ekki aðrar
rúnaristur en áletrun á reku einni, sem fannst 1934 í mýri
nálægt Indriðastöðum í Skorradal, og rúnirnar á Valþjófs-
staðahurðinni, ef þær eru íslenzkar. Aftur er í fornsög-
unum alloft talað um rúnir, t. d. er látið svo í Egilssögu
sem Þorgerður Egilsdóttir hafi rist Sonatorrek á kefli.
Rúnalistin þótti háleit íþrótt og talin runnin frá Óðni
sjálfum. í henni var mikil kynngi fólgin, og hefur hún
því án efa verið höfð miklu meir til galdra en til nytsemd-
12
L