Skírnir - 01.01.1944, Page 190
178
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
ar í daglegu lífi. Sjálfsagt gefa fornritin nokkuð rétta
mynd af útbreiðslu hennar; samkvæmt þeim hefur hún
verið heldur fárra manna eign.1)
Með kristnitökunni kom latínuletrið aftur til sögunnar
hér á landi, en fram eftir 11. öldinni er ekki ástæða að
ætla, að það hafi kunnað aðrir en kennimenn. Hins vegar
hefur rúnakunnátta manna sjálfsagt varðveitzt og jafnvel
staðið með líkum blóma, líkt og skáldskaparíþróttin og
margar aðrar innlendar menntir. Ekki er ástæða til að
hugsa sér hana útbreiddari en áður hafði verið, en um
skeið hefur rúnaletrið verið miklu frekar alþýðueign en
latínuletrið.
Eitt hið fyrsta, sem ætla má, að skráð hafi verið á ís-
lenzku, eru tíundarlögin frá 1096, þá rit Ara fróða og
önnur mannfræði og áttvísi, Hafliðaskrá og kristinn rétt-
ur hinn forni, en auk þess „helgar þýðingar", og þetta
kannast höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar við um
miðja 12. öld. Því hefur verið haldið fram, að megnið af
þessu (væntanlega þó ekki hinar „helgu þýðingar“) hafi
verið skráð með rúnum, en um miðja 12. öld hafi latínu-
letrið rutt sér til rúms. Fyrir þessari kenningu hefur
Björn M. Ólsen gert rækilegasta grein. En skoðanir síð-
ari fræðimanna hafa algerlega snúizt gegn henni, svo að
nú veit ég engan vísindamann aðhyllast hana, enda styðst
hún við algerlega ófullnægjandi röksemdir.
Rúna er getið við og við eftir þetta allt til loka þjóð-
veldistímans, og er ekkert, sem bendir á, að kunnátta í
þeim hafi verið neitt einstök. Svo segir í sögu Guðmundar
góða frá dauða Ingimundar Þorgeirssonar, fóstra hans,
að hann fór með Stangarfolanum frá Björgvin áleiðis til
íslands árið 1189: „En skip þat kom í óbyggðir á Græna-
landi, ok lýkr þar svá um ferð þeira, at þar týnask allir
menn. En þat varð svá víst, at sjautján vetrum síðar þá
fannsk skip þeira í óbyggðum, ok þá fundusk menn sjau í
einum hellisskúta. Þar var Ingimundr prestr; hann var heill
1) Sbr. upptalningu Bj. M. Ólsens í Runerne i den oldislandske
Literatur, bls. 5 o. áfr.