Skírnir - 01.01.1944, Síða 191
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
179
ok ófúinn ok svá klæði hans, en sex manna bein váru þar
hjá honum ok vax ok rúnar, þær er sögðu atburð lífláts
þeira.''1) Þetta er svo að skilja, að prestur hefur rist rún-
irnar á vaxspjöld, en það voru tréspjöld lögð saman, og
var vaxlag innan á þeim; var algengt að hafa slík vax-
spjöld til að skrá þar á minnisgreinir; þegar menn þóttust
ekki þurfa þeirra meira, var vaxið brætt upp að nýju og
letrið máð af. Þrjú önnur dæmi um vaxspjöld þekki ég
úr íslenzkum sögum, og hafa slík spjöld sýnilega verið
algeng. Þorgils skarði var við konungshirð, og lét hann
rita konungi á vaxspjöld, að hann beiddist útfarar til Is-
lands. Sturla Þórðarson átti vaxspjöld og notaði þau til að
leita frétta um ókomna atburði, en án efa hefur mörg
minnisgreinin í Sturlungu í upphafi verið skráð á þau
spjöld.2) Loks segir svo frá Lárenzíusi biskupi, að það var
vani hans fyrst eftir máltíð, að hann reikaði fyrst; „fór
hann þá í sitt studium, ok stúdéraði hann í bókum; skrif-
aði hann upp á vaxspjöld, nótérandi þat, sem hann vildi
hafa sérliga ór bókum, ok þar eptir skrifaði Einarr djákni
upp á kváterni eðr bók, svá at byskupinum var tiltæk, nær
hann vildi á líta ok þat frammi hafa“.3) Vaxspjöld frá
miðöldum með letri á hafa fundizt í Noregi; er þar skrif-
að upp ýmislegt smávegis til minnis.4)
Næst mun talað um rúnaristu í einu herhlaupi Sturl-
ungaaldar (1236). Sturla Sighvatsson var kominn úr utan-
för sinni, og lét þá Snorri safna liði, m. a. sendi hann orð
Órækju í Vestfjörðu að koma til sín. Órækja sendi menn
um fjörðu og lét kveðja upp hvern mann, er hann fékk.
Reið hann með sex hundruð manna til Sauðafells í Dölum.
Þegar til átti að taka, vildi Snorri ekki fara með lið norð-
ur móti Sighvati bróður sínum „á þeim hátíðum, er þá
1) Bisk. I 435.
2) St. III 194; IV 148.
3) Bislt. I 848.
4) Sjá H. J. Huitfeld-Kaas: En Notitsbog- paa Voxtavler fra
Middelalderen. Chria Vidensk.-Selskabs Forh. 1886.
12*