Skírnir - 01.01.1944, Page 192
180
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
fóru í hönd“. Lét hann þá Órækju hnekkja vestur flokki
sínum. „Þá fannsk vísa þessi at Sauðafelli ristin á kefli:
Sex hundruð fekk sunda
sól-kannaðr hermanna,
frami mun seggs at sönnu
sagðr, á skömmú bragði.
Órækja bað auka
aldrs rýrð viðu skjalda,
mjök var frægð, er bil brigði,
blekkt, en Snorri hnekkti.“
Hér er að vísu ekki talað um rúnir, en orðin „ristin á
kefli“ benda þó til þeirra.1)
Loks er rúna getið sumarið áður en Snorri Sturluson
er veginn. Um líkt leyti og þeir Kolbeinn ungi og Gizur
Þorvaldsson fundust á Kili og réðu ráðum sínum, sat
Snorri veizlu á Sauðafelli með Órækju og Sturlu Þórðar-
syni. Snorri hafði þar bréf, „er Oddr Sveinbjarnarson
hafði sent honum af Álptanesi; var þar á stafkarlaletr,
ok fengu þeir eigi lesit, en svá þótti þeim, sem vörun
nökkur mundi á vera“.2) Stafkarlaletur hefur verið eins
konar dulrúnir, væntanlega svipaðar þeim, sem ganga
undir því nafni í galdrabókum síðari alda.
Auk þessara dæma um notkun rúna á 12. og 13. öld má
geta þess, að í formála málfræðiritgerðanna í Ormsbók
er getið um leturshátt ritinn eftir sextán stafa stafrófi í
danskri tungu, „eptir því sem Þóroddr rúnameistari ok
Ari prestr hinn fróði hafa sett í móti látínumanna staf-
rófi, er meistari Priscianus hefir sett“: mun hér átt við
einhverja endurbót rúnanna með hliðsjón af latínuletri,
sem hafði miklu nákvæmari hljóðtákn en rúnir þessa tíma.
Loks getur Ólafur hvítaskáld, bróðir Sturlu Þórðarson-
ar, rúna í þriðju málfræðiritgerðinni (frá miðri 13. öld);
hefur hann eftir Valdimar Danakonungi klausu, þar sem
allar rúnir þess tíma koma fyrir.
1) St. II 257.
2) St. II 349.