Skírnir - 01.01.1944, Side 193
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
181
IV.
Með kristninni komu hingað bækur skrifaðar latínu-
letri, og þá fyrst af öllu messubækur og önnur kirkjuleg
rit, og var því þegar ljóst, að sá letursháttur ætti eftir að
sigra rúnirnar og verða eign þjóðarinnar. í fyrstu hafa
þó vafalaust engir numið það nema klerkar, og hafa því
ekki verið margir læsir menn á það letur á fyrra helm-
ingi 11. aldar. En í biskupsdómi ísleifs og Gizurar fjölg-
aði prestum óðfluga. Margir höfðu orðið til að reisa kirkj-
ur á bæjum sínum, en í fyrstu hefur verið erfitt að annast
tíðasönginn. Varð það því ráð margra kirkjueigenda að
láta sonu sína læra til presta. Segir Ari svo frá ísleifi, að
höfðingjar og góðir menn sáu, að hann var nýtri en aðrir
kennimenn og seldu honum sonu sína til læringar, og á
dögum Gizurar var svo komið, að flestir virðingamenn
voru lærðir og vígðir til presta; skapaðist með því og ann-
ari starfsemi Gizurar og samtíðarmanna hans sú sam-
tenging veraldlegs valds og andlegs, sem setti svip á menn-
ingarlíf Islendinga á 12. öld.
Annað ráð til að afla kirkjum presta var að kosta lær-
dóm fátækra manna gegn því að þeir tækju að sér tíða-
söng ákveðinna kirkna. Svo bundnir voru þessir menn í
báða skó, að þeir máttu varla heita frjálsir. Löggjafar-
valdið er hér sýnilega á bandi kirkjueigenda, og er aug-
ljóst á öllu, að prestsekla hefur verið mikil, þegar þau lög
voru sett, en það var á fyrsta fjórðungi 12. aldar. En ekki
hefur þó liðið á löngu, þangað til nóg var af prestum í
landinu.1)
1) Það er gaman að athuga suma máldaga frá ofanverðri 12. og
öndverðri 13. öld, þegar föst skipun er yfirleitt komin á tíðasöng í
kirkjum og kirkjusóknir. í máldaga Tjaldaness frá 1224 segir: „Þar
skal vera prestr heimilisfastr, meðan Arni býr þar ok sonr hans, ef
hann er prestr“ — en að öðrum kosti er gert ráð fyrir, að prestur
á Staðarhóli annist tíðasönginn (ísl. fbrs. I 466). í Ingunnarstaða-
máldaga 1180 segir, að „Jóan prestr skal vera þar, meðan hann vill“,
en ef ekki fæst þangað prestur, er gert ráð fyrir, að Reynfellingar
eigi kost á að annast tíðasönginn (s. r. 266). Sbr. ennfr. 257, 304,