Skírnir - 01.01.1944, Page 194
182
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Kennslu prestlinga er víða getið í heimildum. Á bisk-
upsstólum hafa skólar verið lengst af á þessum tíma, og
má sjá það á mörgu. í Skálholti er beint tekið fram um
kennslu flestra biskupanna, eða þeirra ísleifs, Gizurar,
Þorlákanna beggja og Klængs. Á Hólum var skóli í mikl-
um blóma á dögum Jóns biskups, og eflaust er það tilvilj-
un ein, að kennslu er ekki getið á dögum eftirmanna hans,
þangað til Guðmundur biskup Arason hélt þar skóla 1203
með Þórði ufsa að skólameistara, en annars liggur það í
hlutarins eðli, að á hans dögum hefur skólahald á Hólum
verið slitrótt. Aftur var þar skóli á dögum Jörundar bisk-
ups. Þá er getið kennslu eða skóla á ýmsum menntasetr-
um, þar sem prestlærðir menn bjuggu, svo sem í Odda og
í Haukadal. En kennsla hefur þó farið fram miklu víðar,
eða hvarvetna þar sem prestur var hneigður til kennslu
og nokkur unglingur var til að læra hjá honum. Ingi-
mundur prestur Þorgeirsson hafði með sér Guðmund Ara-
son fóstra sinn, þar sem hann var þá og þá stundina, og
„barði hann til bækr“, en Guðmundur kenndi prestling-
um, eftir að hann var sjálfur lærður orðinn, og var hann
þó ekki alltaf á sama stað. Á síðari hluta 13. aldar er getið
Lárenzíusar, er síðar var biskup, hann nam fyrst á Völl-
um í Svarfaðardal af séra Þórarni kagga, frænda sínum,
sem kenndi piltum, en síðan í skólanum á Hólum og varð
þar skólameistari, og síðar, þegar hann hafði komizt í
ónáð kórsbræðra og hrökklaðist til og frá um landið, var
hann jafnan við kennslu riðinn.
Enn eru ótalin þau menntasetrin, sem ef til vill hafa
haft óslitnasta kennsluna, næst biskupsstólunum, en það
voru klaustrin. Sjö þeirra voru sett á stofn á þjóðveldis-
tímanum: Þingeyrar 1133, Munkaþverá 1155, Hítardalur
1166 (það lagðist brátt niður), Þykkvibær 1168, Flatey
342. Þetta eru minjar frá þeim tíma, þegar menn reistu sér kirkjur
þar sem þeim þóknaðist og önnuðust sjálfir tíðasöng án tillits til
kirknanna í nágrenninu. Hins vegar komu biskuparnir fastri skipun
á kirkjurnar, ákváðu, hvar prestar skyldu vera og hve oft skyldi
sungið á hverjum stað.