Skírnir - 01.01.1944, Page 197
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
185
af nægð guðligra auðæfa."1) En þó að Gunnlaugur geri
mikið úr þeim guðlegu fræðum, sem leikmönnum féllu þar
í skaut, þá hafa hinir án efa verið fleiri, sem ekki komust
öllu lengra en að læra að lesa.
V.
Það sem nú var sagt, sýnir, að hvarvetna, þar sem prest-
ar voru eða aðrir vígðir menn, var öðrum mönnum kostur
að læra að lesa. En nú er þess að gæta, að kirkjur voru þá
margfalt fleiri en nú og þar með prestar. í öðru bindi
Blöndu hefur Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður tínt sam-
an heimildir um kirkjur í Austur-Skaftafellssýslu, og sam-
kvæmt skrá hans má ætla, að á þjóðveldistímanum hafi
þá verið þar, dreifðir um sýsluna, 15 prestar og fjórir
djáknar. I Mýrdal voru um 1200 6 prestar og 1 djákn.
Um það leyti lét Páll biskup Jónsson telja í Skálholtsbisk-
upsdæmi kirkjur þær, er að skyldu þurfti presta til að fá,
og hann lét telja presta, hve marga þurfti í hans sýslu,
og voru þá 220 kirkjur, en presta þurfti 290. „En því lét
hann telja, at hann vildi leyfa utanferð prestum, ef ærnir
væri eptir í hans sýslu; en hann vildi ok fyrir sjá, ef svá
felli, at eigi væri prestafátt í hans sýslu, meðan hann væri
byskup.“2)
Ekki er vitað um tölu presta í Hólabiskupsdæmi frá þess-
um tíma, en frá 15. öld eru til tölur, sem gefa bendingu um
þetta. ,Samkvæmt kirknatali Jóns biskups Vilhjálmssonar
1429 voru þar 135 prestar og að auk 1 ómagaprestur, en
44 djáknar.3)
En auk presta- og djáknavígslu voru f jöldamargar lægri
klerklegar vígslur. Á þeim tíma, sem hér ræðir um, var
tala þeirra og röð fastákveðin. Til er á íslenzku í handriti
1) Bisk. I 241.
2) Bisk. I 136.
3) Sjá fsl. fbrs. IV 379—82; svipaðar tölur eru í Sópdyngju séra
Gottskálks í Glaumbæ, víst úr máldagabók Ólafs biskups Rögnvalds-
sonar, fsl. fbrs. V 358—61.