Skírnir - 01.01.1944, Side 198
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
18ö
frá 14. öld ritkorn, sem rekur kirkjulegar vígslur og starf
þaS, sem til hverrar gráðu heyrði. 'Sá hlutinn, sem fjallar
um lægri vígslur en prestsvígslu, er á þessa leið:
„Ostiarius (skr. hostiarius) verðr maðr, þá er hann er vígðr
inni næstu vígslu eptir krúnuvígslu. Sú er sýsla ostiarii, at hann
skal varðveita kirkjudyrr ok hringja til tíða ok varðveita allt
kirkjuskrúð. Af því skal hann við lyklum taka í vígslu sinni.
Lector skal lesa í óttusöngum ok sálutíðum. Af því tekr hann
lestrbók í sinni vígslu.
Exorcista skal signa óða menn eða sjúka ok þá, er prímsigna
skal. Af því tekr hann særingabók í sinni vígslu.
Akolitus skal lýsa kirkju ok bera . . . ends lampa, er guðspjall er
lesit, ok búa til vatn ok vín, þat er til þjónustu skal hafa. Af þvi
tekr hann við kertistiku ok við kerti ok vatnkeri í sinni vígslu.
Subdiaconus (skr. subdiaconibus) skal lesa skrýddr pistil at
messu ok færa með messudjákni kalek með patenu til alteris ok
þjóna alteri ok búa þjónustu til messusöngs. Hann skal syngja
tvennar tíðir éinn saman eða með öðrum, nema messu, ok segja
eigi „Dominus vobiscum“ (þ. e. „Drottinn sé með yður“), þó at hann
syngi fyrir. Subdiaconus ok diaconus ok presbiter (prestur) skulu
ón vera embætti sitt, ef þeir hafa samhvílu með konu. Subdiaconus
tekr viðr kalek ok patenu ok sveitadúk þeim, er vér köllum handlín,
í sinni vígslu.
Diaconus skal lesa guðspjall skrýddr í messu ok breiða corporal
á alteri ok brjóta saman, skíra börn ok syngja líksöng, ef prestr er
eigi hjá. Diaconus skal gefa corpus domini (altarissakramenti), ef
eigi er prestr hjá, en brjóta til miðlunar corpus domini, ef prestr á
mörgum at gefa. Hann skal fremja kenningar at boðorði presta eðr
byskupa. Diaconus skal taka við guðspjallabók í sinni vígslu."1)
Hér virðist gert ráS fyrir ókvæni djákna og súbdjákna,
auk presta, og kallar St. Thomas af Aqvinas þessar gráð-
ur ordines sacri eða majores. En áður fyr hafði súbdjákna-
gráðan verið talin til lægri vígslna (ordines non sacri eða
minores) og fylgdi henni þá engin ókvænisskylda. Annars
skiptir ókvænið litlu máli hér, því að það var ekki á dag-
skrá á íslandi fyr en á seinustu áratugum þjóðveldistím-
ans, en náði þá raunar líka til súbdjákna.
Ekki er getið í sagnaritum þjóðveldistímans um lægri
1) ísl. fbrs. III 151.