Skírnir - 01.01.1944, Page 199
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
187
gráður en akólútusgráðu. En að sjálfsögðu voru þær þó
til. Þeir, sem prestar vildu vera, urðu að taka allar þessar
vígslur í réttri röð. En auk þess var vitanlega fjöldi
manna, sem tók hinar lægstu vígslur til þess að geta
hjálpað til í kirkjunum. í eðli sínu voru þetta leikmenn,
og sker ókvænið úr um það.
Gera má ráð fyrir, að allir þeir, sem þessar vígslur tóku,
hafi verið læsir. Ostiarius gat að vísu annast starf sitt án
þess, en ekki aðrir.
Að öllu þessu athuguðu er augljóst, að allt umhverfis
prestana, sem mega heita margir, eru menn með lægri
vígslur, og tala þeirra er legíó. Og þeir, sem lægstu vígsl-
ur höfðu, máttu heldur heita leikmenn en klerkar.
VI.
Áður var getið þeirrar frásagnar Kristnisögu, að á dög-
um Gizurar biskups voru flestir virðingamenn lærðir og
vígðir til presta, þó að höfðingjar væri. Telur sagan upp
nokkra þeirra. Um miðja 12. öld er gerð skrá um nokkra
kynborna presta íslenzka,1) og eru þeir taldir 40, og þó
að þeir séu ekki allir af goðorðsmannaættum, hafa þeir
þótt vel kynjaðir. Auðgert er að rekja, hversu þessi siður
kemur fram í sumum höfðingjaættunum. Ég tek hér sem
dæmi Oddaverja.
Fyrstur þeirra ættmanna til að nema klerkleg fræði
var Sigfús Loðmundarson; hann var prestur. Hans son
var Sæmundur prestur fróði. Hans synir voru þeir Loð-
mundur, sem ekki er getið að vígðist, og Eyjólfur og Loft-
ur, sem báðir voru prestar og fyrirmenn ættarinnar um
sína daga. Sonur Lofts var Jón; tók hann djáknavígslu;
hann var mestur höfðingi um sína daga. Höfðingjar eftir
Jón voru synir hans Sæmundur og Ormur, báðir djáknar;
hinn þriðji var Páll, sem var goðorðsmaður og djákn að
vígslu, þangað til hann tók við biskupskjöri; þá vígðist
hann fyrst til prests, en síðan til biskups. Aðrir synir Jóns
1) ísl. fbrs. I 180 o. áfr.