Skírnir - 01.01.1944, Side 202
190
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Og því hefði vissulega verið haldið áfram alla tíð, ef ekki
hefði verið kostur læsra leikmanna. En lögsögumannatal-
ið segir nokkuð skýrt til um þetta. Frá því Bergþór lét af
störfum 1122 og fram að 1271, þegar Jónsbók gekk í gildi,
er getið 17 lögsögumanna, og eru 10 af þeim óvígðir menn,
að því er frekast er kunnugt.1) Það hefur eftir því ekki
verið neinn hörgull á læsum lögfróðum leikmönnum.
VIII.
Þess var áður getið, að synir Páls biskups hefðu ekki
tekið vígslur, — þess væri áreiðanlega getið, ef það hefði
verið —. Hins er getið, að börn hans hlutu menntun. 1
sögu Páls segir svo frá þeim: „Börn þeira (Herdísar)
gerðusk atgörvimenn þegar á unga aldri: Loptr í hagleik
ok lærdómi ok vitrleik, Ketill í skilningum ok riti, Halla í
verknaði ok bókfræði, Þóra í hlýðni ok ástsemi.“2) Lík-
legt má þykja, að Páll hafi ekki viljað binda sonu sína um
of með því að láta þá taka vígslur. Á líkan hátt má hugsa
sér fjöldann allan af leikmönnum læra að lesa og skrifa
án þess að taka kirkjulegar vígslur.
Til þess að þurfa ekki að hlíta ágizkuninni einni saman
um þetta hef ég tínt saman dæmi úr Sturlungu og Bisk-
upasögum, sem veita vitneskju eða líkur um lestrarkunn-
áttu leikmanna, og er þar fyrst og fremst að nefna frá-
sagnir af bréfaskriftum manna og slíku, að því leyti sem
af því má nokkuð ráða. Á fjölmörgum stöðum er getið um
erkibiskups bréf eða konungs, en það þarf ekki í sjálfu
sér að sanna almenna lestrarkunnáttu; slíkt mátti láta ein-
hvern klerkinn lesa upp á þingum og mannfundum, og er
ekki ástæða að fjölyrða um það. Ekki taldi ég heldur
neina ástæðu að draga fram vitni bréfa um lestrarkunn-
áttu manna, sem af öðru er vitað, að kunnu þá list; nefni
ég þar rithöfundana Snorra Sturluson og Sturlu Þórðar-
1) Meðal hinna vígðu manna tel ég Gizur Hallsson, en ég veit
ekki til, að um vigslur hans sé nokkurstaðar getið.
2) Bisk. I 138.