Skírnir - 01.01.1944, Síða 203
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
191
son, svo og Gizur Þorvaldsson, sem vitað er, að hafði súb-
djáknavígslu.
Árið 1201 skrifar Guðmundur Arason, þá biskupsefni,
Sigurði Ormssyni bréf og biður hann ráðast til
staðarforræðis á Hólum.1) Ekki verður séð, hvort Sig-
urður les það sjálfur.
Svo segir frá Sturlu Sighvatssyni, að hann var
löngum í Reykholti veturinn 1230—31 „ok lagði mikinn
hug á at láta rita sögubækr eptir bókum þeim, er Snorri
setti saman“. Það vekur því enga furðu, að í frásögninni
af Örlygsstaðabardaga segir, að hann „gekk þá til kirkju
ok tók rollu ór pússi sínum ok söng Ágústínus bæn, með-
an liðit bjósk“.2)
Líklegt mætti þykja, að Þórður kakali, bróðir
hans, hefði verið læs, úr því að Sturla var það, og mæla
almennar ástæður eindregið með því. Aftur er minna um
sérstök dæmi. Þó var það á stefnu þeirri, er Hákon kon-
ungur hélt 1246 um mál þeirra Þórðar og Gizurar Þor-
valdssonar, að Þórður lét „lesa upp rollu langa, er hann
hafði látit rita um skipti þeira Haukdæla ok Sturlunga“.3)
Það hefði hann ekki gert, ef hann hefði verið óvanur
skráðu máli. Hann hefði látið sér nægja að halda ræðu.
Þá var svo sagt frá dánardægri Þórðar (1256), sem hann
hefði þá sjálfur lesið konungsbréf, er hann fékk, og sagt
mönnum frá efni þess: „Svá segir Kolfinna Þorvaldsdótt-
ir, ok var hon þá með Þórði, at bréf Hákonar konungs
kómu til hans síð um kveld, er hann sat við drykkju, þat er
Þórðr váttaði, at konungr hafði gefit honum orlof til ís-
lands ok gera hann þar mestan mann.“4)
Árið 1234 er sagt frá bréfi, sem barst Ásgrími
Bergþórssyni bónda á Breiðabólstað í Steingríms-
firði (hann var vinur og frændi Órækju Snorrasonar)
með reikunarmanni þar á Ströndunum. „Ásgrímr leit á
1) Bisk. I 478—9.
2) Sturl. II 183, 315.
3) St. III 135.
4) St. IV 103.