Skírnir - 01.01.1944, Page 205
Skírnir Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld 193
Loðinn Sigurðsson með bréf frá Gizuri Þorvaldssyni til
Heinreks biskups og Þorgils, en nokkru síðar fær Þorgils
bréf frá Þórði hítnesing, en um vorið fær Þorgils enn bréf
frá Brandi ábóta.1) Þá er þess enn getið, að Þorgils gaf
Heinreki biskupi bók góða 1256, skömmu áður en biskup
fór utan.2) Eftir allt þetta má kalla vel fara á því, að síð-
asta kvöldið, sem Þorgils lifir, hlýðir hann sögulestri:
„Honum var kostr á boðinn, hvat til gamans skyldi
hafa, sögur eða danz, um kveldit. Hann spurði, hverjar
sögur í vali væri. Honum var sagt, at til væri saga
Tómáss erkibyskups, ok kaus hann hana, því at hann elsk-
aði hann framar en aðra helga menn. Var þá lesin sag-
an ok allt þar til, er unnit var á erkibyskupi í kirkjunni
ok höggvin af honum krúnan. Segja menn, at Þorgils
hætti þá ok mælti: „Þat mundi vera allfagr dauði.“ Litlu
síðar sofnaði hann. Var þá hætt sögunni og búizk til
borða.“3)
Ætla mætti, að þeir hefðu báðir verið skrifandi Ön-
undur biskupsfrændi og Þórður hítnesing-
ur.
Árið 1252 hélt E y j ó 1 f u r ofsi Þorsteinsson í
Geldingaholti veizlu öðrum vinum Þórðar kakala. Þor-
leifur í Görðum hafði sent Eyjólfi bréf, og var það
lesið að veizlunni.4)
Sumarið 1259 er þess getið, að Þórður Andrés-
son sendi bréf til Brandssona, Kálfs og Þorgeirs, á
Hafsteinsstöðum í Skagafirði og hvatti þá til uppreisnar
móti Gizuri jarli.5)
Árið eftir er getið bréfs, er Gizur jarl átti að hafa sent
Sighvati Böðvarssyni, bróður Þorgils skarða. En
raunar hafði Hrafn Oddsson þó sent bréfið; ætlaði
hann sér að veiða Sighvat.6)
1) St. III 194—95, 215, 218, 239, 247, 253.
2) St. IV 75.
3) St. IV 95—96.
4) St. III 205.
5) St. IV 115.
6) St. IV 109—10.
13