Skírnir - 01.01.1944, Síða 206
194
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Miklu oftar er getið bréfa frá Hrafni, samninga hans
við Árna biskup o. s. frv.1) Ekki leikur nokkur vafi á því,
að hann hefur verið bæði læs og skrifandi, hvort sem hann
hefur skrifað bréf sín sjálfur eða látið skrifara gera það;
var það vitanlega algengt um mikils háttar menn.
Nú er lokið dæmum frá þjóðveldistímanum, en ég vil
bæta við það tveim frá tímanum næst á eftir.
Árið 1283 er getið bréfa, sem Loftur Helgason
skrifaði móðurbróður sínum Árna biskupi úr Noregi;
bæði efni bréfanna og orðalag sögunnar mælir með því,
að hann hafi skrifað þau sjálfur.2) Þó að Loftur tæki
ekki klerklegar vígslur, hefur hann lært að lesa og skrifa
með bræðrum sínum, sem allir voru prestar.
Árið 1287 er getið leyndarbréfs, er Thómás Snart-
a r s o n skrifaði Árna biskupi. Hér stendur í handrit-
inu Svartsson, en líklega er leiðréttingin þó rétt. Thómás
Snartarson var af Seldæla ætt.
Loks skal þess getið, að í sögu Árna biskups er hvað
eftir annað talað um bréf lögréttumanna, bænda eða al-
múga, rétt eins og bréf hafi verið hversdagslegur hlutur,
sem þau og voru. Árið 1276 segir: „Á þessu hausti, er
umliðit var, kom til Magnúss konungs bréf byskupanna
ok sýslumanna ok handgenginna manna á Islandi, ok þar
með almúgsins . . .“; um alþingi 1281, er Jónsbók var til
umræðu: „Rituðu þá sér hvárir, þat sem eigi vildu sæma
né játa; váru í einum stað byskup ok klerkar ok vinir
byskups; í öðrum stað handgengnir menn; í þriðja stað
váru bændr . . .“; árið 1284 er talað um bréf lögmann-
anna og Hrafns og annara hinna beztu manna til bisk-
ups;3) og þannig mætti lengi telja.
IX.
Ég hygg ekki mikinn vanda að draga ályktanir af því,
sem hér hefur verið lagt fram um lestrarkunnáttu leik-
1) T. d. Bisk. I 732, 735, 740, 742, 747, 753, 756, 764.
2) Bisk. I 729.
3) Bisk. I 701, 719, 735.