Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 207
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
195
manna. Það virðist ekki nokkur vafi leika á því, að á 13.
öld hafi þorri yfirstéttarinnar verið bæði læs og skrifandi
og notað sér ritlistina óspart í þörf daglegs lífs. Á 12. öld
hefur þessi kunnátta vitanlega ekki verið eins útbreidd
meðal leikmanna, en þó voru nefnd dæmi þess úr frásögn
Gunnlaugs munks af lífinu á Hólastað á dögum Jóns
helga.
Flest eða öll dæmi um bréfaskriftir úr Sturlungu snerta
yfirstéttina: menn af höfðingjaætt eða gilda bændur. Um
hitt er minna vitað, hve útbreidd þessi list hafi verið
meðal lægri stéttanna. Líklegra er, að hún hafi hvergi
nærri verið eins útbreidd þar. Þó væri fljótræði að full-
yrða að óathuguðu máli, að allir fátækari bændur og
verkafólk án undantekningar hafi verið ólæst. Vísinda-
maðurinn Stjörnu-Oddi var vinnumaður norður í Reykja-
dal um 1100; ritkorn hans, Stjörnu-Oddatal, bendir til
þess, að hann hafi verið skrifandi. Sturlunga segir, að
Þóroddur Gamlason hafi verið góður bóndi, en til yfir-
stéttarinnar virðist þó rangt að telja hann. Og þegar þess
er gætt, hve margar voru kirkjur hér á þjóðveldistíman-
um og hve margir prestar þjónuðu þeim og þó enn fleiri
lágklerkar, þá þarf ekki að ganga í grafgötur um það, að
margur fátækur, en námgjarn sveinn hefur þá lært að
stafa. Jóns saga helga sýnir ágætlega hina miklu og fögru
námfýsi þessa fólks. Og þegar saman fór fjöldi þeirra
manna, sem kunnu listina, og námfýsi hinna, þá gat ekki
hjá því farið, að læsir og skrifandi yrðu margir menn,
sem ekki hefðu orðið það í öðrum löndum — vegna þjóð-
félagsaðstöðu og efnahags. Sumir komust það langt, að
þeir tóku kirkjulegar vígslur, eins og hinn fátæki djákni
frá Viðey, sem Arngrímur ábóti segir frá: hann kvað svo
að orði um sjálfan sig, að bókakistan væri allur sinn rík-
dómur. Aðrir hafa ekki komizt lengra en að læra að lesa
og draga til stafs, en sú litla kunnusta þeirra hefur gefið
þeim fulla hlutdeild í bókmenningu þjóðarinnar.
Af lestrarkunnáttu kvenna fara litlar sögur. Þó var
áður minnzt á meyna Ingunni á Hólum, sem varð lærð í
13*