Skírnir - 01.01.1944, Page 210
Magnús Jónsson
Hvar var stakkgarðurinn,
þar sem Vatnsfirðingar voru drepnir?
Síðastliðið sumar fór ég allvíða um landið til þess að
láta taka myndir af sögustöðum, sem nefndir eru í Sturl-
ungu. Sá ég þá betur en nokkru sinni það, sem reyndar
kom mér ekki á óvart, hve frásagnir þessa merkilega
sagnaverks eru nákvæmar og trúar. Það er eins og við-
burðirnir standi lifandi fyrir hugskotssjónum manns, er
komið er á þessa staði. Það er ekki mikill vafi á, að þær
frásagnir eru yfirleitt gerðar af sjónarvottum eða eftir
þeim hafðar.
Þá vakti það ekki síður athygli mína, hve þeir, er á
þessum stöðum búa eða í nánd við þá, eru yfirleitt fróðir
um þá viðburði og frásagnir, sem tengdar eru við staðina,
hvort heldur er í íslendingasögum eða Sturlungu. Þar hef-
ur sambandið aldrei rofnað.
Þó ber það við, að örnefni hafa glatazt eða breytzt, og
verður þá óvissa nokkur um staðfærslur. En einmitt þá
reynir mest á sjálfar frásagnirnar og það, hvað út úr
þeim verður lesið í sambandi við staðháttu. Mun oft vera
unnt, sé nógu mikilli natni beitt, að ganga úr skugga um
staðfærslurnar. Þarf ekki annað en setja sjálfan sig nægi-
lega vel í spor þeirra, sem við áttust, til þess að fara nærri
um allan viðburðinn.
Einn af þeim stöðum, sem nokkur vafi leikur á um, er
„hornagarður" eða „stakkgarður“ sá, í nánd við Hunda-
dal í Dalasýslu, þar sem Sturla Sighvatsson fór að Vatns-
firðingum og tók þá af lífi veturinn 1232.
Kálund segir svo sem ekkert um stað þennan í staða-