Skírnir - 01.01.1944, Page 211
Skírnir
Hvar var stakkgarðurinn . . .
199
lýsingu sinni,1) en vitnar í ritgerð Þorleifs prófasts Jóns-
sonar í Hvammi um örnefni nokkur í Breiðaf jarðardöl-
um, sem birt er í Safni til sögu Islands.2) Á þeirri ritgerð
er þó alls ekkert að græða um þetta efni nema tilgátu
hans um það, hvar Kvígandseyri (öðru nafni Gargans-
eyri) hafi verið. Er varla nokkur vafi á, að hún er þar,
sem nú er kallað Nesoddi, eða rétt þar í nánd, en ná-
kvæmlega verður það ekki ákveðið sakir þess, að árnar
hafa flætt sitt á hvað um eyrarnar.
I sóknalýsingu er sagt, að staðurinn sé svokölluð Græna-
tóft á Hundadalseyrum, milli Miðár og Hundadalsár. Vitna
ég hér til Kálunds um þetta,3) því að sóknalýsinguna hef
ég ekki getað skoðað. Tel ég og engan efa á, að þetta er al-
rangt, og rekst í mörgum atriðum á frásögn Sturlungu.
Er nú bezt að athuga þá frásögn.
Þorvaldssynir úr Vatnsfirði, þeir Þórður og Snorri,
höfðu farið hroðalega herferð að Sauðafelli í ársbyrjun
1229 í því skyni að ráða af dögum Sturlu Sighvatsson,
þótt öðruvísi færi, af því að hann var ekki heima. Að vísu
voru mál þessi sett og samin, en allt var þó ótrútt. Löngu
síðar, eða síðla vetrar 1232, bauð Snorri Sturluson þeim
Vatnsfirðingum til Reykjaholts, og tók hann þá sérstök
grið þeim til handa af Sturlu, er þeir færu suður um.
Koma nú þeir kaflar í sögunni, er skipta máli um ákvörð-
un staðarins, og verður þó að birta nokkru meira til þess
að fá samhengi í söguna.
„Þorvaldssynir fóru vestan á langaföstu og átu dag-
verð á Staðarhóli sunnudag hinn næsta eftir sæludaga-
viku4) og riðu um kveldið í Hjarðarholt. Þar bjá þá Torfi
prestur Guðmundarson; hann sendi þegar um nóttina
1) Hist. top. beskr. I, 462.
2) Safn II, 558—577.
3) Loc. cit.: „Sognebeskrivelsen anförer, at i det mellem Midá og
Hundadalsá indesluttede Hundadalsnæs findes en tomt, Grænatópt,
der angives som stedet, hvor kampen fandt sted.“
4) Hann bar þetta ár upp á 7. marz, og kemur það heim við
flestar ártíðaskrár, að þeir bræður hafi verið teknir af lífi 8. marz.