Skírnir - 01.01.1944, Page 212
200
Magnús Jónsson
Skírnir
Magnús Kollsson til Sauðafells að segja Sturlu um ferðir
þeirra bræðra.“ — Þá segir frá því, er Torfi prestur var-
ar þá við að fara um Dali, en þeir láta ekki að orðum
hans. — „Þá er Sturla hafði spurt tíðinda af Magnúsi,
sendi hann Magnús upp í Haukadal og stefndi þaðan
mönnum þeim, er honum líkaði; hann sendi og menn til
Hörðadals og svo víðar um Dali og stefndi að sér mönnum.
Um morguninn snemma stóðu Vatnsfirðingar upp í
Hjarðarholti-----þeir riðu, þar til er þeir komu yfir Miðá
fyrir neðan virkið.----Sturla stóð í dyrum úti og nokk-
urir menn hjá honum.-------Sturla varð óvær við, er þeir
riðu fyrir neðan bæinn, en þá voru menn engir komnir.
ísfirðingar töluðu um, er þeir riðu fyrir neðan bæinn,
að þar væri allt kyrrlegt, og fámennt væri heima. Þeir
riðu þá yfir ána (Miðá) til hornagarðs (síðar talað um
„stakkgarð" og ,,stakkgarðsmenn“), er stóð undir hlíðinni
ofan frá Hundadal, og áðu þar.“
Þá er sagt frá því, er menn tóku að safnast að Sauða-
felli. „Fóru þeir Sturla þá og voru sextán og höfðu átta
hesta og riðu öllum tvímenning.“
Þegar þeir komu til Erpsstaða, segir Sturla þeim draum
sinn.
„Þeir tala um við stakkgarðinn, hvort mannaför væri
upp með f jallinu. Þórólfur bóndi úr Hundadal var þar við
garðinn og svarar: „Eigi veit ég mannaferða vonir, nema
Sauðfellingar fari upp í dalinn til laugar.“ Þeim bræðr-
um varð margtalað um mannaferðina; sá þeir þá, að
mennirnir sneru ofan á Kvígandseyri ofanverða og svo
yfir ána á Hundadalseyrar. Þóttust þeir þá vita, að ófrið-
ur var. Leita þeir bræður þá ráðs við sína menn, hvað til-
tækilegast væri. Lögðu menn það til, að þeir skyldu undan
ríða. En Þórður lagði það til, að Snorri riði undan hin-
um bezta hesti; kallaði sér það vænst til griða, ef hann
bæri undan. En er þeir töluðu þetta, bar þá Sturlu að til
hlíðarinnar fyrir ofan garðinn. Fór þá sem jafnan, að
þeim verður seint um tiltekjur, er úr vöndu eigu að ráða;