Skírnir - 01.01.1944, Side 213
Skírnir
Hvar var stakkgarðurinn . . .
201
en hina bar skjótt að, er öruggir vóru í sinni ætlan, en
skunduðu þó ferðinni.
Þá er Sturla kom á holtið fyrir ofan garðinn, sendi
Þórður Þorvaldsson mann“, er leitaði um sættir. En Sturla
tók hægt á öllu. Sá hann skömmu síðar til fleiri manna
sinna, og var þá ekki um sættir að leita. Tveir menn voru
ginntir út af garðinum, og voru þá átta eftir til varnar.
Þá er nákvæm lýsing á öllum þeim, er í garðinum voru.
Loks er svo sagt, hvernig þeir skipuðu til varnar, og vörðu
tveir hverja hlið garðsins. Er sú lýsing merkileg um stað-
færsluna. Tveir vörðu „þann hlut garðs, er til f jalls horfði
og næst þeim Sturlu var; var þaðan hægt að sækja, en
óhægast að verja“. Aðrir tveir vörðu „til hægri handar
þeim“ —• — „þann hluta garðsins, er fram vissi til Bæj-
ar“.-----„En í þann hluta garðsins, er til árinnar vissi,“
voru enn tveir til varnar, „var þar óhægast atsókn við að
koma“. „En þann hluta, er til Hundadals vissi,“ vörðu
loks enn tveir.
Er nú sagt frá ýmsum orðaskiptum. „Skipaði Sturla
þá til atgöngu og lét brjóta upp grjót á hólinum, þar er
þeir stóðu á.“ Þá er lýst fyrstu atlögunni, og var það
mest grjótkast. „Var það og óvíða garðsins, er vopnum
mætti sækja.“ Er nú sóknin hert, einkum með miklum
grjótburði í garðinn. „Fell þá Þórður Þorvaldsson tveim
sinnum við heysendann fyrir grjóti og stóð seint upp hið
síðara sinn. Þá var svo komið, að þeir, er fyrir utan stóðu
garðinn, höfðu buklarana á garðinum og lögðu þaðan
undan með spjótunum.“
Var nú sóknin hert, og lauk svo, að þeir voru unnir.
„Isfirðingar (þeir er grið fengu) riðu til Hundadals og í
Bæ og til Hamraenda um kveldið."
Halldór frá Kvennabrekku tók lík þeirra bræðra með
sér, en Vatnsfirðingar komu síðar, grófu þau upp og
fluttu vestur.