Skírnir - 01.01.1944, Side 214
202
Magnús Jónsson
Skírnir
Þegar frásögn þessi er athuguð og farið um staðinn, er
varla nokkur vafi á því, hvar stakkgarðurinn hefur verið.
Það má sjá viðburðina fyrir sér, og þeir verða alveg eðli-
legir. Stakkgarðurinn hefur alls ekki getað verið úti á
miðjum Hundadalseyrum, þar sem Grænatóft er, og ekki
heldur fyrir neðan túnið í Hundadal, sem í fyrstu gæti
virzt líklegt, en þar sér fyrir rústum, heldur hefur hann
staðið undir fjallshlíðinni vestan við Miðá, nokkru nær
Bæ en Hundadal, nálægt gili eða litlum læk, sem fellur
þar niður úr fjallinu út á eyrarnar.
Fyrst má athuga tvær skýrustu staðarákvarðanirnar.
Sú fyrri er þessi: „Þeir riðu yfir ána (Miðá) til horna-
garðs, er stóð undir hlíðinni ofan frá Hundadal."
f fyrstu leit ég svo á, að með þessu væri átt við það, að
garðurinn hefði verið fyrir neðan sjálfa túnbrekkuna í
Hundadal, þar sem enn sér fyrir rústum eða leifum af ein-
hverri hleðslu. En ekki þarf lengi að athuga frásögnina
til þess að sannfærast um, að „ofan frá Hundadal“ merkir
ekki brekkuna ofan frá bænum, heldur það, að staðurinn
er neðar í dalnum. Hundadalur er framar í dalnum, en
garðurinn er undir sömu fjallshlíðinni utar, enda myndi
túnbrekkan varla vera kölluð „hlíðin“. Þar er um fjalls-
hlíðina sjálfa að ræða. Enn fleira sannar þetta þó betur,
sem síðar verður sagt.
Hin staðarákvörðunin er skýrust, en hún er þar, sem
sagt er frá vörn þeirra stakkgarðsmanna. Hliðar garðs-
ins eru þar nákvæmlega greindar: Til Bæjar, til árinnar,
til Hundadals og til fjallsins. Þetta eru nokkurn veginn
höfuðáttirnar, norður, austur, suður og vestur.
Þessar lýsingar færu allar á ringulreið, ef garðurinn
hefði verið undir túnbrekkunni í Hundadal, því að þá
hefðu fjallið og Hundadalur verið hér um bil í sömu átt
og engum dottið í hug að miða áttina við Bæ. Og ekki ættu
þær betur við Grænutóft. Hún stendur nokkurn veginn
jafnlangt frá „fjöllum“ báðum megin og einnig milli ánna.
Og Hundadalur og Bær eru þá ekki í gagnstæðar áttir,
eins og gert er ráð fyrir í lýsingunni.