Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 217
Skírnir
Hvar var stakkgarðurinn . . .
205
hann frá hlíðinni út á eyrina og hvatar nú ferðinni sem
mest hann má, skáhallt niður Kvígandseyrina, yfir ána
og þverar Hundadalseyrar sunnanvert við stakkgarðinn.
Nær hann eyrinni og melunum við garðinn, áður en hinir
eru búnir að átta sig, enda hefur hann ekki þurft nema
svo sem 5—10 mínútur frá því, er Vatnsfirðingar sáu með
vissu ófriðinn, og til þess, er þeir eiga engrar undankomu
auðið. Það eru þessar mínútur, sem sagan lýsir svo vel:
„En er þeir töluðu þetta, bar þá Sturlu að til hlíðarinnar
fyrir ofan garðinn. Fór þá sem jafnan, að þeim verður
seint um tiltekjur, er úr vöndu eigu að ráða; en hina bar
skjótt að, er öruggir vóru í sinni ætlan, en skunduðu þó
ferðinni.“
Ráðrúm hefði verið meira, ef garðurinn hefði verið
framar í dalnum.
Þá sést enn, að nokkur spölur hefur verið frá stakk-
garðinum að Hundadal, á orðunum síðla í frásögninni,
að sumir „riðu“ eftir fundinn til Hundadals.
Ef mótbárur gegn þessum stað eru athugaðar, hverfa
þær eða verða að litlu. Erfikenningin um Grænutóft er
sennilega ekki meira virði en t. d. erfikenningin um Kjart-
ansstein við Mjósyndi og aðrar erfikenningar, sem rekast
á sjálfar frásagnirnar.
Einna helzta mótbáran er sú, að ólíklegt verði að telja,
að Vatnsfirðingar hefðu áð svo nærri Sauðafelli. En þetta
stafar af því, að þeir þykjast sannfærðir um, að „kyrr-
legt og fámennt væri heima“ á Sauðafelli. Stakkgarður-
inn með heystabbanum hefur verið notalegur áningar-
staður og hæg heimatökin að afla þar tuggu handa hest-
unum „upp á vestfirzku“. Þaðan sást vel að Sauðafelli,
þó að það kæmi þeim að litlu haldi. Stakkgarðurinn var
spölkorn frá öllum bæjum, en það var kostur, er menn
Sturlu sátu í hverju húsi. Loks sést það af frásögninni,
að garðurinn var ágætt vígi, ef svo færi, að á þá væri leit-
að, en mjög lítill munur á vegalengd fyrir Sturlu að sækja
eftir þeim, þó þeir færu svo sem 2 kílómetrum lengra,
t. d. að Grænutóft.