Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 219
Ritfregnir
íslenzk fornrit, VI. bindi: VestfirSinga sögur. Björn K. Þórólfs-
son og Guðni Jónsson gáfu út, kostað af Hinu islenzka fornrita-
félagi, Reykjavík 1943.
I bindi þessu birtist Gisla saga Súrssonar, Fóstbræðra saga, Þor-
móðar þáttur Kolbrúnarskálds, Hávarðar saga ísfirðings, Auðunar
þáttur vestfirzka og Þorvarðar þáttur krákunefs. Að Gísla sögu
ritar Björn formála og. skýringar, en Guðni að hinu. Útgáfustjór-
inn, Sigurður Nordal, ritar sérstaklega formálagrein þá, sem fjall-
ar um handrit, aldur og höfund Fóstbræðra sögu.
Þetta bindi fornritaútgáfunnar er með hinum þykkri, yfir 500
bls. alls, með tveim kortum og fimm myndum af sögustöðum. Frá-
gangur er vandaður eins og jafnan fyrr á bókum félagsins, enda fer
sú stofnun sér hvorki óðslegar né hægar, þótt nú kveði vera stríð
og ,,ástand“ í veröld og á bókamarkaði.
Hinir fræðilegu formálar að sögunum birta margháttaðar athug-
anir og leiða æ betur í ljós sköpunarsögu Islendingasagna, menn-
ingarfyrirbrigði, sem við getum varla kannað ofvandlega. Tvær
aðalsögur þessa bindis eru bæði vinsælar og vel til rannsóknar
fallnar, þótt hvorug sé mjög löng eða viðamikil.
Formáli Gísla sögu er víðfeðmur og á mörgu þreifað, hvergi
rasað fyrir ráð fram og sumt stórvel athugað. Þar eru þessar
greinar: 1. Vísurnar, 2. Gísla saga og aðrar heimildir, 3. Arfsagn-
ir, staðfræði, höfundurinn, aldur sögunnar, 4. Tímatal, 5. Handrit
og gerðir sögunnar, 6. Útgáfur og þýðingar m. m. Þetta eru raunar
í aðaldráttum hefðbundnu efnin, sem allir formálar fornritafélags-
ins hafa. Við Fóstbræðra sögu hefur Guðni auk þess efnis skrifað
skemmtilega grein: Um söguna og persónurnar. Hjá Birni við Gísla
sögu falla úr pennanum allmargar skilningsrikar athugasemdir um
list sögunnar og persónurnar, en ekki dregnar í heild, svo að þær
vilja týnast meðal annarra efna, líkt og af óþarfri hlédrægni. Geysi-
legt efni hefur safnazt í 3. grein, og hefði ég kosið hana tvær grein-
ar, aðra þeirra einkum um höfundinn og skilning hans á persónum.
Vandasamasta verkið við útgáfu Gísla sögu er meðferð vísnanna
öll. Þar hefur B. K. Þ. lagt sig fram með gjörhygli sína og varúð
og náð ótvíræðum árangri. Vísurnar eru nær allar eldri en sagan,
margar ortar af miklu yngri og kristnari manni en Gísli var, sem
þær eru eignaðar, en samt gæti nokkur vísnastofn verið runninn