Skírnir - 01.01.1944, Side 220
208
Ritfregnir
Skírnir
frá Gísla Súrssyni, umbreyttur dálítið í geymdinni á 11. og 12. öld,
þegar höfuðatriði munnmælanna um skógarmann þennan voru að
mótast. Annars er sumt ólíkt hermt í vísunum og sögunni, og traust-
ara mun það, sem vísurnar segja. Landnámu og Gísla sögu ber mjög
á milli, og virðist höfundur sögunnar hafa kynnzt munnmælunum í
sundurlausari mynd en Landnámuritarinn hefur þekkt. Stuðzt hef-
ur hann hins vegar, auk vísna með munnmælum, við ættaskrár og
aðrar fróðleiksgreinar (ekki beint við Landnámu), og úr Drop-
laugarsona sögu hefur hann fengið fyrirmynd til að lýsa vígi Þor-
grims eftir. Eddukvæðaáhrif eru mikil í Gísla sögu, en því valda
fleiri en söguritarinn einn, vísurnar eru gagnsýrðar þeim hetju-
kvæðaanda.
Yngri gerð Gísla sögu reynist ung skáldsaga, gerð af staðkunn-
ugum manni. Afbrigði hennar frá frumsögunni eru fá nema fremst,
og þar eru þau sýnd í samfelldum texta neðan til á blöðum, en
skipta raunlitlu máli.
Sigurður Nordal sannar það um Fóstbræðra sögu, að Hauks-
bókartexti hennar, sem texta beztur var talinn, sé mjög styttur og
fjarlægur frumgerð hennar, en Flateyjarbókartexti Fóstbr. standi
frumgerðinni næst. Þessi ályktun verður afdrifarík til skilnings á
meðferð 13. aldar manna á elztu sögum. Meðferð á frumgerð
Glúmu hefur orðið þessu lík, þegar hinn stytti og snjallmælti
Möðruvallabókartexti hennar var skapaður. Sigurður Nordal á nú
dálitla bók óprentaða um Fóstbræðra sögu. Hann ræðir, hvers
konar maður höfundur hennar hafi verið, gizkar ekki þama á nafn
hans, „þótt nær kunni að mega fara um hann“, en segir hann hafa
„farið mjög sínar eigin götur. Hann hefur verið einn af þeim gáf-
uðu sérvitringum, sem oft verða merkilegir brautryðjendur, þótt
þeir leysi ekki af höndum gallalaus verk“.
Guðni skýrir Fóstbr. s. bæði neðanmáls og í formála og virðist
leysa verkið vel af hendi. Vísur eru margar að kljást við, og rök-
styður hann, að þær séu fornar mjög og rétt feðraðar. I skráðar
ættartölur virðist mér höf. hafa sótt sér efni drjúgum. Efniskjarni
þessarar snemmskráðu sögu er mjög merkur sagnfræðilega, þótt
úr munnmælum sé og þjóðsagnabragur sé á honum. Áðurnefnd
grein Guðna um söguna og hetjur hennar verður þökkum þegin af
mörgum. Hann er vanur að stíla vel og fá menn til að lesa tyrfin
formálaefni Ijúfu geði.
Þáttunum og Hávarðar sögu hefur ekki verið hægt að sýna mikla
rækt í rannsóknum fyrir þessa útgáfu. Auðunar þáttur, ein af tær-
ustu perlum fornsagnanna, er borinn saman við erlend flökkuævin-
týr, sem virðast, þótt undarlegt sé, því líkust, að þau stafi frá
sama atburði og hann. Sagan um atburðinn er ekki aðeins útbreidd
í Noregi, heldur hefur gengið í Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi,