Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 221
Skírnir
Ritfregnir
209
Vindlandi, Bæheimi, Póllandi, Rússlandi, Eistlandi og Finnlandi.
Sagan af Hávarði er samin lauslega á 14. öld eftir týndri sögu af
honum og ísfirðingum og allmörgum afbökuðum visum, sem erfitt
er að segja um, hve fornar séu að stofni. Saga þessi er með svo
miklum reyfarablæ að sinnar aldar smekk, að fáir hafa hrósað
henni. Guðni vill að vonum auka sóma hennar nú. Og fremur hygg
ég, að þessi útgáfa hennar geri það. Enda er það ekkert sérstakt
um þessa sögu, þótt hún geti engin sagnfræðiheimild talizt, hún
dæmist eingöngu eftir list sinni.
Af Islendinga sögum á nú fornritafélagið ekki eftir að gefa út
nema eyfirzkar sögur, austfirzkar, tvær sunnlenzkar og nokkrar af
hinum yngstu og ósennilegustu. Eftir stríð þyrfti að vinda sem
bráðastan bug að útgáfu þeirra binda og Landnámu, því að engar
fornritaútgáfur okkar eru eins fróðlegar, virðulegar og raungóðar
ungum sem öldnum og þessar, sem fornritafélagið lætur gera með
ágætri útgáfustjóm.
Björn Sigfússon.
Hver er maðurinn? Islendingaævir. Brynleifur Tobiasson hefur
skrásett. I—II. Reykjavik 1944. Bókaforlag Fagurskinna, Rvík
(Guðm. Gamalíelsson).
Hér hef ég mikla bók fyrir framan mig. Hún er í tveim stórum
bindum, yfir 800 blaðsíður samtals, prentuð með smáu letri og
sparsamlega með rúmið farið. Vilji ég fá einhverjar upplýsingar og
fróðleik um landa mína, sem nú eru lifs eða á lífi voru 1. febr.
1904 og við sögur hafa komið á ýmsum sviðum þjóðlífsins, þarf ég
ekki annað en fletta upp nafni þeirra í réttri stafrófsröð í þessari
bók til þess að fá svar: fullt nafn, hvenær fæddir og hvar, hverjir
foreldrar og starf, nám, ævistarf og helztu trúnaðarstörf, nafnbæt-
ur og frama, dánardag og ár, ef dánir eru, nafn og ætt eiginkonu
eða eiginmanns ásamt giftingardegi og aldri þeirra o. s. frv. Þetta
er bókin Hver er maðurinn?, öðru nafni Islendingaævir, fyrsta rit
sinnar tegundar, sem út hefur komið hér á landi, þegar frá eru
skilin þau sérstöku lærðra manna töl, sem fyrir hendi eru. Og það
er allt annað en smámannlega af stað farið, því að í bókinni eru
hvorki meira né minna en æviágrip 3735 íslendinga. Af þeim voru
2355 á lífi, en látnir um 1380, er bókin kom út.
Frumkvöðull þessarar miklu og gagnlegu handbókar er Guð-
mundur bóksali Gamalíelsson, sem er kostnaðarmaður ritsins. En
höfundur þess er Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari á Ak-
ureyri. Þar hefur kostnaðarmaðurinn verið heppinn í mannvali,
því að fáa eina hygg ég hafa til að bera þá óþreytandi elju og
þolinmæði, samfara færni og kunnáttu, sem annað eins verk og
þetta útheimtir. Er það satt að segja, að enginn getur gert sér
14