Skírnir - 01.01.1944, Side 223
Skírnir
Ritfregnir
211
þess háttar. Jafnvel hin ýtrasta nákvæmni í vinnubrögðum getur
ekki komið í veg fyrir slíkt með öllu, en takmarkið er að villurnar
verði sem fæstar. Höfundur mælist til þess, að menn, sem kunna
að finna villur í ritinu, sendi honum leiðréttingar á þeim. Það ættu
menn ekki að vanrækja að gera, því að ætlunin mun vera sú, að rit
þetta verði endurprentað á nokkurra ára fresti, og koma þá allar
leiðréttingar bókinni til gagns og góða í næstu útgáfu. Einnig ættu
menn að benda höfundi á þá menn, lífs eða liðna, sem þeir telja,
að vant sé í þessari fyrstu útgáfu. Þá má og vera, að sumum finn-
ist nokkurt misræmi í æviágripunum, sum séu tiltölulega ýtarlegri
en önnur. Þetta er rétt, og stafar það m. a. af því, að menn hafa
fyllt út eyðublöð þau, er send voru út í því skyni, mjög misjafn-
lega nákvæmlega, en höfundur hefur ekki talið rétt að sleppa úr
þeim, sem ýtarlegri voru, vegna samræmisins eins. Ég held ég
mundi ekki heldur hafa gert það.
Hafi kostnaðarmaður og höfundur hinar heztu þakkir fyrir
þetta gagnfróðlega og merka rit, sem sízt mun tapa gildi sínu,
heldur þykja enn merkara, er frá líður.
Guðni Jónsson.
Ekki get ég látið hjá líða að benda á eitt, sem mér þykir ljóður
á jafnmerkum bókum og þessari og hinni næstu. I nöfnum út-
lendra manna, svo og ættarnöfnum íslenzkra manna, er sleppt
eignarfallsendingu. Ekki þarf í grafgötur um það að ganga, hve
nauðsynlegt er að geta táknað það samband eins orðs við annað,
sem í eignarfallinu felst, og er sú tunga aum, sem ekki hefur ein-
hver ráð til þess. Islenzkan er ekki í þeirra mála tölu, og er það
því líka óíslenzkulegt að fella niður eignarfallsmerki. Auðvitað er,
að í útlendum orðum geta komið fyrir ýmis vandkvæði í sambandi
við þetta, en þau eru ekki meiri en svo, að höfundar þessara rita,
sem vel er sýnt um íslenzkt mál, hefðu auðveldlega ráðið fram úr
þeim. E. 6. S.
Læknar á Islandi. Eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson.
Skrifstofa landlæknis lét taka saman. Sögufélag gaf út. Isafoldar-
prentsmiðja h.f. Reykjavík MCMXLIV.
A fyrri árum Sögufélagsins gaf það út lærðra manna töl frá
síðari timum með stuttum æviágripum: Guðfræðinffatal, æviágrip
þeirra guðfræðinga íslenzkra, er tekið hafa embættispróf við Kaup-
mannahafnarháskóla 1707—1907, eftir Hannes Þorsteinsson, Rvík
1907—1910, Lögfræðingatal eftir Klemenz Jónsson, Rvik 1910
(framhald og vjðbætur við Lögfræðingatal Magnúsar Stephensens
í Tímariti Bókmenntafélagsins 1883), Prestaskólamenn, Rvík 1910,
og Læknatal, Rvík 1914, hvorttveggja eftir Jóhann Kristjánsson.
14*