Skírnir - 01.01.1944, Síða 224
212
Ritfregnir
Skímir
Öll þessi rit hafa komið að góðu gagni sem handbækur, það sem
þau ná. En rit sem þessi þarf að endumýja, því að stöðugt bætast
nýir menn við, og margt kemur í leitimar smám saman til leiðrétt-
inga og viðbóta við hin eldri rit.
Rit það, er hér getur, Læknar á íslandi, er að vísu byggt á hinu
eldra læknatali svo langt sem það náði, en að öðru leyti er hér um
algerlega nýtt rit að ræða, sem er margfalt stærra og f jölbreyttara
en hið gamla læknatal, enda 30 ár liðin síðan það kom út. Á þeim
tíma hafa útskrifazt 187 íslenzkir læknar, að því er mér telst til,
og ýmsar breytingar orðið á námi lækna og læknaskipun landsins.
Fer vel á þvi, að Sögufélagið hefur tekið að sér útgáfu þessa rits,
og eru horfur á því, að innan skamms verði fleiri hinna eldri rita,
þau er ég gat um, endurnýjuð og endurbætt. Annars er Vilmundur
landlæknir Jónsson frumkvöðull og hvatamaður þess, að verk þetta
var unnið, og um skipulag þess mun hann einn hafa ráðið, enda
telst hann annar höfundur þess. Aðalverkið, sjálft læknatalið,
hefur hinn höfundurinn, Lárus H. Blöndal bókavörður, þó unnið
að mestu einn, en hinn ýtarlegi og fróðlegi inngangur er verk
þeirra beggja. Ber ritið allt með sér, að höfundarnir hafa lagt
mikla alúð við verk sitt, svo að það mætti verða sem vandaðast í
hvívetna og svara kröfum síns tíma, svo sem framast mætti verða.
Rit þetta skiptist í þrjá aðalþætti eða kafla. Fyrsti kaflinn
(bls. 1—62) er inngangur. Þar er „leitazt við að nefna nöfn sem
flestra hinna kunnustu manna, sem hér á landi hafa borið læknis-
heiti eða verið kenndir við læknisstörf, án þess þó að eiga heima í
sjálfu læknatalinu, eins og því er skorinn stakkur“ (Form. bls. V).
Inngangur þessi er stórfróðlegur og efnið dregið víða að, allt frá
fornsögum vorum til þjóðfræðarita síðustu ára. Jafnframt er tekið
sífellt tillit til framfara læknisfræðinnar með öðrum þjóðum. Hér
er mikill fróðleikur um nám lækna fyrr á tímum og próf þeirra,
svo og getið um lög og reglugerðir, er lúta að læknaslcipun á landi
hér. Loks er í innganginum skrá allmikil um ólærða lækna, þ. e.
alþýðumenn, presta og aðra, einkum á 19. öld, sem kunnugt er um,
að fengizt hafa við lækningar með góðum árangri. Enda þótt höf-
undamir hafi haft mikið fyrir skrá þessari, eins og heimildatilvitn-
anirnar bera með sér, telja þeir, sem efalaust er rétt, að ýmsa
muni í hana vanta. En hvað sem um það er, er þarna góður stofn
fyrir hendi, sem síðar má auka við og endurbæta.
Annar og meginþáttur ritsins er læknatalið sjálft (bls. 63—314).
I æviágripunum eru greind eftirfarandi atriði: Nafn, fæðingar- og
dánardagur og ár, ættfærsla, nám og próf, framhaldsnám, lækn-
ingaleyfi og sérfræðingaleyfi, starfs- og embættisferill, aukastörf,
heiðursmerki og önnur viðurkenning, ritstörf og hjúskapur. Stór-
mikils virði er það, að myndir eru birtar í ritinu af öllum þeim