Skírnir - 01.01.1944, Síða 225
Skírnir
Ritfregnir
213
læknum, sem náðst hefur í mynd af, og eykur það mjög gildi rits-
ins bæði nú og ekki sízt í framtíðinni. Æviágripin hafa kostað
mikla vinnu og margs háttar leit í fjölda heimildarrita, og er höf-
undi þessara lína kunnugt um, að engin fyrirhöfn var spöruð til
þess að sérhvert atriði mætti vera sem traustast og áreiðanlegast.
Þriðji þáttur ritsins er ýmsar skrár um lækna og læknaskipun
hér á landi (bls. 315—504). Eru þar skrár um nám lækna í aldurs-
röð við ýmsar menntastofnanir, um læknaskipun á landi hér frá
1760 til þessa dags, um lækningaleyfi, um dýralækna, um lyfsölu-
leyfi og um íslenzka lækna í Vesturheimi, sem fæddir eru á Islandi.
Loks er heimildaskrá, skammstafanaskrá og nafnaskrá við allt ritið.
Ég tel, að rit þetta megi á flestan hátt vera til fyrirmyndar
sams konar 'ritum, sem væntanlega munu koma út áður en langt
um líður, um vandvirkni, frágang og skipulag, að svo miklu leyti
sem við á. Hafi höfundarnir báðir mikla þökk fyrir starf sitt.
Guðni Jónsson.
Guðmundur Gíslason Ha.^alín: Blítt lætur veröldin. Skáldsaga.
269 bls. Bókfellsútgáfan h.f. 1943.
Þetta er nútímasaga. Hún lýsir íslenzku alþýðufólki eins og það
gengur og gerist nú á dögum, segir frá hversdagslegum viðfangs-
efnum þess og vandamálum og gerir það ljóslega og hispurslaust,
eins og siður er þessa höfundar.
•Hún er að því leyti sveitasaga, að atburðirnir gerast í sveit, en
tvær aðalpersónurnar eru þó kaupstaðabörn. Lesandinn hefur því
sýn á bæði lönd og skynjar þann mun, sem er á menningarbrag
íslenzkra sveita og kaupstaða eins og nú háttar.
Aðalpersóna sögunnar er drengur úr kaupstað, sem dvelst á
sveitabæ fjarri heimili sínu til vika um sumartímann. Hann er dá-
lítið einmana og fellir sig ekki við heimilisfólkið, sem flest er held-
ur óþýtt í viðmóti og leynir tilfinningum sínum undir þeirri hrjúfu
skel, sem hörð lifsbarátta og andstreymi í einkamálum hefur fellt
á það. Drengurinn þjáist af heiniþrá, hann saknar umhyggju móður
sinnar. Þótt hann hræki hraustlega og vilji teljast gildur karlmað-
ur, þráir hann ástúð og samúð einhverrar lifandi veru. Hann leitar
fyrst til hundanna á bænum, og er skiptum hans við þessi tryggu
húsdýr lýst með skemmtilegri og lífrænni nákvæmni. En síðar
liggja leiðir hans og kýrinnar Stórhyrnu saman, og takast milli
þeirra enn nánari kynni en við hundana áður. Er frá því sagt með
nærfærnum skilningi á sálarlífi manna og dýra, hvernig kýrin, sem
misst hefur kálfinn sinn, sýnir drengnum móðurlega umhyggju,
þegar hann þarfnast hennar hvað mest.
Drengurinn þráir móðurumhyggju, og hann finnur það, sem
hann leitar að, fyrst hjá kúnni Stórhyrnu, en siðar í miklu ríkara