Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 226
214
Ritfregnir
Skírnir
mæli hjá þeirri sögupersónunni, sem sízt skyldi ætla, Fíu kaupa-
konu, kaupstaðarstúlku á refilstigum, sem við fyrstu kynni virðist
ekkert vera annað en grunnfærið stelpuræksni. En viðskipti hennar
og drengsins verða á þá lund, að í sálarfylgsnum hennar vaknar
dulin hvöt, sem gerbreytir hugsanaferli hennar og hátterni — um
stundarsakir. Líklegt má telja, að þessi sögupersóna verði sumum
lesendum nokkuð torskilin við skjótan lestur, en ef til vill kemur
gleggsta skýringin fram í orðum sögunnar, þegar lýst er sálar-
stríði Fíu, nóttina eftir að. fyrst dregur saman með henni og
drengnum:
„ . . . Og stúlkan dró þungt andann og lokaði augunum. En
skyndilega rak hún upp hljóð, stutt en hvellt, og svo lá hún þarna,
sveitt og skjálfandi, undir járnhæl þeirrar ógurlegu og að henni
fannst óhagganlegu og ótvíræðu staðreyndar, sem í einni svipan
hafði eins og runnið upp fyrir henni, eftir að hún skildi við
drenginn:
Lífið — það hafði ekki einu sinni talið það ómaksins vert að
gera á henni þá tilraun að láta hana verða móður.“
Þrenningin, sem leidd er fram á sviðið í upphafsköflum bókar-
innar, virðist dálítið fáránleg við fyrstu sýn: drengurinn, kýrin og
stúlkan, en hún er gerhugsuð, og tilfinningalíf þessara þriggja
greint með glöggskyggni og íhygli. Yfirleitt er margt í þessari
skáldsögu, sem krefst athygli lesandans, og hún kemur víða mjög
á óvart. Fyrst í stað. virðast til dæmis flestar sögupersónurnar
tyrfnar og tilfinningasljóar, það er eins og höfundurinn sé að gera
sér leik að því að draga fram verstu skapgallana og aðra ókosti í
fari manna. En hér er hann aðeins að beita kænlegu frásagnar-
bragði, sem eykur áhrifamátt sögunnar, áður en lýkur. Hann leiðir
hverja sögupersónuna á fætur annarri fram fyrir augu lesenda,
flettir þær fáskrúðugum tötrum hversdagslífsins, og hið mannlega
og góða, sem býr í hverri mannssál, kemur smám saman í Ijós,
ófölskvað og upprunalegt. Lesandinn skilst þannig við bókina, að
hann hlýtur að hafa samúð með öllum persónum hennar, hverri
fyrir sig. Sagan er sjálfri sér samkvæm í þessum orðum:
,, . . . svo var þetta í kvöld . . . þetta með Fíu og Stefán, tvær
fullorðnar manneskjur, sem hann hafði nú kannske haldið sig
þekkja! Nú, það leit helzt út fyrir, að þau væru bara allt öðruvisi
og flóknari en hann hafði getað látið sér detta í hug — og ekki
bara í einhverju og einhverju, heldur beinlínis í sér, sem maður
kallaði. Það var þá sjálfsagt svo um fleiri — já, kannske það væri
nú meira að segja þannig með hverja einustu manneskju, að þetta,
sem maður sá svona yfirleitt, væri bara eins konar ytra byrði.“
Þótt sálfræðilegar persónulýsingar séu aðalviðfangsefni skáld-